18.11.2008 | 15:23
Guðni þjóðlegur foringi áfram
Klaufaskapur Bjarna Harðarsonar með netpóstinn til fjölmiðla veikti auðvitað stöðu Guðna en varð jafnframt styrkur hans til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Guðni getur ekki sætt sig við að traðkað sé á honum og fylgismönnum hans í næstu kosningum af ESBsinnum er ekki hafa nokkurn áhugar á að viðhalda íslenskum landbúnaði og iðnaði er hlýtur að standa undir verðmætasköpun þjóðarinnar ásamt fiski og áli.
Nú geta ESBsinnar/Framsókn dansað á eigin forsendum og atkvæðum sem þeim fylgja. Útspil Guðna er að líkindum fyrsta skrefið í þeim pólitísku sprengingum er verða fyrir næsti kosningar og eru nauðsynlegar til að skýra línurnar fyrir almenning.
Ekkert kallar á afsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook