Efling landsbyggðar - er verðmætasköpun

Sá veldur er á heldur hvernig mun ganga að rétta við fjárhaginn þótt lánið fáist í þjóðfélagi þar sem allt er í rúst efnislega og siðferðilega. Erfitt mun reynast að bæta siðferðilegu hliðina með einu pennastriki frekar en efnislegu þættina.  Þau fyrirtæki sem eru líkleg til a skapa verðmæti haldi áfram  en óhjákvæmilegt að önnur hætti rekstri.

Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endurskoða. Auka veiðar/vinnslu með ströndum landsins er gefa bæði útflutningsverðmæti og atvinnutækifæri. Þegar undirrituð kom fyrst til Bakkafjarðar um 1990 skilað þessi litla byggð einum milljarði (núvirði?) í grásleppuhrognum til útflutnings þar fyrir utan var útflutningur saltfisks í verulegum mæli. Dæmi um hvernig farið hefur með slík byggðarlög með  skerðingu veiðiheimilda er olli því að  blómlegt atvinnulíf og mannlíf hefur að mestu leyti verið lagt í rúst.

Það er þjóðhagslegur veruleiki að auka aflaheimildir í sjávarbyggðum allt í kringum landið  ekki síst smærri byggðum þar sem getur dafnað útgerð - og landbúnaður. Undanfarna áratugi hefur þessum greinum verðið gert erfitt fyrir um rekstur; óskiljanlegt í landi þar sem þessar greinar ættu að bera uppi stærsta hlutann af atvinnu og byggðaþróun úti á landsbyggðinni- þar sem ferðamennska hefði jafnframt en betri skilyrði til að dafna samtímis.

 

Hver hefur árangurinn verið   vegna markvissrar eyðingar minni byggða landsins til sjávar og sveita? Hér á höfuðborgarsvæðinu standa auðar nýbyggingar  engum til gagns - svo ekki sé minnst á íbúðir með myntkörfulán er ekki standa undir eigin virði - þar við bætist atvinnuleysi í stórum stíl. Árangurinn af samþjöppun fólksins þar sem ekki er nægileg verðmætasköpun til að standa undir sér.

 

Þegar  "Nýa Ísland" rís úr rústum pappírskerfisins á það framtíð sína í eigin gæðum og verðmætasköpun ekki síst úti á landsbyggðinni; ef við berum gæfu til að standa utan við ESB!


mbl.is Niðurstöðu að vænta undir miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband