Aflétta bankaleynd - skapa frið/traust í samfélaginu.

Framkoma Jóns Sigurðssona, formanns fjármáleftirlitsins (Kastljósi) var traustvekjandi og rökföst gefur tilefni til bjartsýni um að hægt verði að setja nægilega traust lög/reglur um  fámálstofnanir í framtíðinni; raunhæft að þeir sem nú sitja í seðlabanka- og fjármálaeftirliti ljúki því verki. Fyrst og fremst er Jón Sigurðsson fagmaður er hefur mikla reynslu erlendis  í fjármálum ólíklegt  þótt hann hafi verið formaður í gamla Alþýðuflokknum geri stöðu hans veikari þvert á móti má telja það kost að þekkja refilstigu stjórnmálanna. Undirrituð upplifir Jón Sigurðsson ekki sem hreinan fulltrúa Samfylkingar svo sundurleits flokks og er það tvímælalaust mikill kostur við þennan ágætismann.Happy

Horft út frá alþjóðlegu umhverfi þá hefur það breyst til hins betra að fjármálakerfi heimsins  hafa fullan hug á að herða reglur í viðskiptum. Það er ástæða til að ætla að allt færist til betri vega svo framarlega sem starfsfriður verður í samfélaginu. Til þess svo megi verða þurfa allar upplýsingar um óheiðarleg vinnubrögð að koma upp á borðið;  aflétta bankaleynd gömlu/nýju bankanna til að skapa varanlegan frið og traust í samfélaginu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband