- "vaskafat á hvolfi"

Málefnaleg umræða um kosti og galla í inngöngu  ESB fer nú  fram í Morgunblaðinu og er það vel. Nú bregður svo við að Kolbrún Halldórsdóttir, háttsettur penni hjá Mbl, tekur aðra stefnu í  umræðunni,  skeytir skapi sínu í Sunnudagsblaðinu á fyrrverandi ritstjóra Mbl Styrmi Gunnarsyni  fyrir neikvæð og "sérkennileg skrif" gegn ESB er henni finnst ekki við hæfi. Ekki er vitnað  í skrif Styrmis nema hann vill ekki fórna hverju sem er í núverandi stjórnasamstarfi um aðild að ESB.
Skipta engu máli hagsmunir þjóðarinnar: Auðlindir til lands og sjávar, hvernig þróast íslenskur landbúnaður innan ESB, hvernig verður deilistofnum í fiski ráðstafað eða úthlutun kvóta í Íslandsmiðum? Kolbrún minnist ekki á svoleiðis "smámál". Aðeins hrópað um "klíkur"  innan Sjálfstæðisflokksins og að hann sé klofinn í afstöðunni til ESB.
Verður ekki að ætlast til að penni Mbl (á ritstjórnarsíðu Mbl - og álitsgjafi í bókmenntaþættinum KILJU á RÚV) tileinki sér meira víðsýni en rúmast undir - "vaskafati  á hvolfi"?Sideways

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband