19.1.2009 | 06:13
Atvinnutækifæri í tæknilegri viðgerðarþjónustu?
Við eigum ungt fólk vel að sér í tölvutækni en er ef til vill atvinnulaust. Gæti með lítilli fyrirhöfn og fjármagni sett upp viðgerðarþjónustur. Mikið álag er á viðgerðarþjónustu tölvufyrirtækja og tekur langan tíma auk þess er afar dýrt. Tölvur eru nauðsynlegur þáttur í samfélaginu bæði hjá eldri og yngri og erfitt að vera án þeirra langan tíma.
Þá virðist vera mun meiri áhersla á sölumennsku á tölvum en viðgerðarþjónustu. Gæti breyst með meiri samkeppni. Vonandi les einhver atvinnulaus "tölvugúrú" bloggið mitt og setur upp tölvuþjónustu og jafnvel sjónvarpsviðgerðir einnig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:17 | Facebook