Samfélagssáttmáinn var rofinn?

Fólk hefur rétt til að mótmæla - eðlileg reiði eftir svo stórt áfall þegar allt bankakerfið hrundi á einni viku. Viðbrögðin verða "sorgarferli" fyrst voru menn í sjokki og nú brýst reiðin út. Auk þess er hér kynslóð á ferðinni er hefur talið það sjálfsagðan hlut að búa við velmegun þekkir lítið sem ekkert mótlæti. Hins vegar erum við eldri kynslóðin minna í mótmælum en með sömu tilfinningar og unga fólkið okkur er öllum misboðið -"samfélagssáttmálinn hefur verið rofin", orð sem Páll Skúlason, heimspekiprófessor lét falla í RÚV fyrir skömmu.

Stjórnvöld eru að reyna að bregðast við og taka á málum en viðrist ganga seint vegna þess að litlar upplýsingar eru gefnar ef þær eru fyrir hendi. Fyrir okkur almenning er erfitt að skilja að hægt skuli vera að setja þjóðina allt að því á vonarvöl án þess einu sinni stjórnendur bankanna þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Fréttir utan úr heima segja frá fjárglæframönnum sem eru handteknir og þurfa að bera ábyrgð á gerðum sínum - vantar okkur betri lagaramma og siðferði í okkar fjármál?

Langt er þangað til að almenningur getur hafið  fyrigefningarferlið ; ef svo heldur áfram  án þess að nokkur þurfi að axla ábyrgð. Best er að segja þjóðinni satt um efnahagástandið þótt það sé svartnætti, þögnin er það versta fyrir reiða, stolta  og særða þjóð með brotna sjálfsmynd.

Stjórnvöld verða að standa sig betur svo almenningur róist og uppbyggingarstarf geti hafist. Þar sem ríkir gagnkvæmt traust svo  hægt verði að sjá hilla undir  nýtt samfélag á siðferðilegum og réttlátum grunni. 


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband