Barac Obama forseti ("I Have að Dream")

Frelsið  er langsótt  eða öllu heldur sístæð barátta sem aldrei má ljúka. Innkoma Barac Obama sem forseta Bandaríkjanna er dæmi um það, er nær aftur til ferils Abraham Lincolns, forseta (1861-1665) er var skotinn til bana, 1865 eftir að hann hafði náð fram að þrælahald þeldökkra var bannað með lögum.

Martin Luter King baráttuhetja fyrir réttindum blökkumanna galt einnnig fyrir með lífi sínu, 1968 er hann var skotinn til bana. " I Have að Dream" hin fleygu orð Martin Luter Kings eiga vel við eru táknræn fyrir síðstæða baráttu  frelsis þegar Barac Obama, forseti tekur nú við valdamesta embætti heims.

Hátíðleg stund að horfa á embættistökur Barac Obama viðurkenni að ég táraðist þegar mér var hugsað til baráttu Lincolns og Kings  er hafa  ætíð verið mestu þjóðhetjur  Bandaríkjanna í mínum huga. Bandaríska þjóðin fagnaði innilega og öll heimbyggðin með.

Ef til vell er kosning þeldökks forseta táknrænn boðskapur um að allir eigi að hafa jöfn tækifæri til áhrifa í þjóðfélaginu - að þrátt fyrir allt eru Bandaríkin mesta lýðræðisríki heims?Happy

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband