Bankarnir - upplýsingar takmarkaðar?

Það er siðferðilega rangt að gefa innstæðueigendum peningabréfa rangar upplýsingar um að þau beri enga áhættu. Fjöldi fólks hefur þá sögu að segja og ætti að vera auðvelt sanna og sækja máið til dómstóla;samkvæmt lögum en það refsivert að gefa rangar upplýsingar.

Nú hefur hæstaréttarlögmaður tekið forystuna  að sækja málin alla leið til dómsstóla og er það vel. Samkvæmt fréttum er um tugi þúsunda fólks að ræða þar af ellefu þúsund eldri borgarar. Eigendur bankanna  og stjórnendur  í þeirra umboði bera ábyrgðina ekki starfsfólkið í bönkunum er urðu að dansa eftir þeirra vilja.

Ástæða er til að nýju bankarnir setji fram á mannamáli hvaða sparnaðarleiðir þeir bjóða upp á. Ekki vantað auglýsingar bankanna um að þjónustufulltrúar séu til viðtals í símleiðis og svari spurningum. Til þess að sú þjónusta komi að gagni þurfa að liggja fyrir  bæklingar á mannamáli um sparnaðarleiðir handa viðskiptavinum. Þá vakna spurningar og hægt að snúa sér til þjónustufulltrúa á þeim forsendum. Eldri borgarar hafa fæstir tölvukunnáttu og þurfa að fá  upplýsingar á prenti til að geta sett sig inn í sparnaðarleiðir og spurt spurninga.

Bankarnir hafa misst traust sem ekki er auðvelt að fá til baka  virðast heldur ekki leggja sig fram til þess fyrir sparifjáreigendur; þurfa að tileinka sér betra siðferði í viðskiptum hvað varðar sparifé. Vonandi taka samtökin réttlæti.is á þeim málum bönkunum til aðhalds.


mbl.is Fjölmenni með réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband