"Réttur formaður - úrslitaáhrif um samstöðu og fylgi"

Krafan um nýtt fólk og minna flokksræði er sterk í samfélaginu er ekki mun taka breytingum um hvern Landsfundur Sjálfstæðisflokkurinn velur til forystu. Getur skipt sköpum um hvaða fylgi flokkurinn fær. Bregðast þarf við  með framboði fólks sem ekki er tengt fortíð flokksins eða situr í ríkisstjórn nú, allt verður notað til áróðurs miskunnarlaust í komandi þingkosningum.

Kjör formanns Framsóknar mun hafa óbein áhrif ekki verður spurt um stjórnmálareynslu heldur trúverðugleika  betri tengsl við grasrótina  þar sem meiri jöfnuður ríkir; allir fái tækifæri til að þroska hæfileika sína á öllum sviðum.  

Nokkrir hafa verið nefndir til leiks og virðist Bjarni Benediktsson álitlegur kostur. Ekki verður heldur horft framhjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra  og Kristjáni Þór Júlíussyndin, alþingismanni, þau munu sennilega blanda sér i slaginn.

Þrátt fyrir bágt efnahagástand eru spennandi tímar í stjórnmálum framundan  vonandi kemur nýtt fólk til þings sem hefur sterka siðferðilega sýn þar sem almannaheill er í fyrirrúmi en ekki þröngir hagsmunir hópa er beita þingmenn þrýstingi til að skara eld að eigin köku.

"Réttur formaður mun hafa úrslitaáhrif um samstöðu og fylgi flokksins í næstu kosningum".

 


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband