Lýðskrum lifir góðu lífi í kreppunni

Nú er tækifærið fyrir stjórnarandstöðuna að nýta sér kreppuástandið með slagorðum og lýðskrumi og kemur það vel í ljós í skoðanakönnun með 32.6% fylgi Vinstri grænna. Reiður almenningur grípur í hálmstrá og setur fylgi sitt á Vinstri græna en verður það til frambúðar? 

Þegar forseti alþingis náði fram breytingum í haust um betri þingsköp styttri ræðutíma til að fá snarpari og málefnalegri umræðu en "Maraþonumræður" í  þinginu sem hafa viðgengist lengi og valdið  því að fáir eða engir hafa úthald til að hlusta ,hvað þá tíma. Þá risu Vinstri grænir upp óðir og uppvægir, nei ekki mátti breyta neinu og voru einir á móti. Samt varð þessi breyting til þess að umræður á þinginu eru málefnalegri , minna  um lýðsskrum.

Sami hátturinn er nú kreppuástandinu Vinstri grænir hrópa, "bjarga heimildum og fjölskyldunni",leysa greiðsluvanda heimilanna, "leysa óhóflegt skattarán eldri borgar o.s. frv. Engar lausnir frá þeim eru í sjónmáli.

Nú virðast góðar horfur á nýju framboði er má telja að nái fylgi vonandi að miklu leyti frá lýðskrumurum þeim er leggja fyrst og fremst áherslu á að halda völdum. Þeim gæti  tekist að fá fylgi;  slá á lýðskrum stjórnmálamanna svo um munar bæði hjá Vinstri grænum og öðrum er ekki munu hika við að  slá ryki í augu almennings með innantómum fagurgala í mæltu máli og "glamúrauglýsingum".

 


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband