Upp koma svik um síðir?

Tóku stjórnendur/eigendur gamla Kaupþings: Sigurður Einarsson; Ólafur Ólafsson og Heiðar Már Sigurðsson  84,5 milljarða út úr Kaupþingi rétt áður en bankinn féll og fluttu þá úr landi með erlendan Sjeik frá Katar sem sýndarkaupanda án þess tryggingar kæmu á móti? Peningarnir teknir að "láni" fyrirfram án vitundar lánanefndar er hún kvittaði fyrir eftir á? Var einn nefndarmanna í lánanefndinni formaður VR Gunnar Páll Pálsson að gæta hagsmuna félagsmanna sinna?

Hvert fóru fimmhundruð milljarðar Evra er framagreindir aðilar fengu út úr Seðlabankanum rétt fyrir fall bankans? Tók Kaupþing sér stöðu gegn krónunni svo hún féll er verður til þess að þjóðin mun búa við lakari lánakjör erlendis um langan tíma? (Ásamt öðrum bönkum) Mbl í gær bls 10.

Þá vann Vilhjálmur Bjarnason formaður samtaka fjárfesta mál gegn stjórn gamla Glitnis  er hlutabréf bankans voru seld Bjarna Ármannssyni á undirverði við stafslok hans.

Óviðunandi ástand ef ekki tekst að sækja framangreinda aðila til saka fyrir ósvífna meðhöndlun fjármuna sparifjáreigenda og hlutafjáreigenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband