31.1.2009 | 13:37
Hatur - og blekking inn í ESB
Má vel taka undir að hrun bankakerfisins hafi kristallist í hatri á Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra en ekki rætt hvort lög seðlabankans hafi reynst nógu sterk til raunhæfra aðgerða til að halda bönkunum í eðlilegum farvegi miðað við Island með örlítið hagkerfi.
Bindiskylda bankana var lækkuð en hvers vegna? Til samræmi við reglur ESB er hafði þær afleiðingar að gjaldeyristaða seðlabankans varð óviðunandi. Þá voru reglur ESB á þann veg að Íslenska ríkið ber ábyrgð á Icesave- innlánsreikningum Þótt Íslendingar ætluðu að greiða hluta tapsins samæmt reglum EES snerust allar þjóðir ESB á móti vegna eigin vanda í bankakerfi sínu ef reglur EES giltu hér á landi en ekki reglur ESB.
Svo kemur stækkunarstjóri ESB Oli Rehn og býður fram vináttu sína um hraðferð Íslands inn í ESB til bjargar efnahag þjóðarinnar. Er það raunveruleikinn?, nei ESB vill auðlindir okkar til lands og sjávar undir sína arma vegna þverrandi auðlinda og efnahagsstyrks Evrópu! Okkar hagsmunir verða bornir fyrri borð þegar hagsmunum ESB-ríkja hentar.
Allir þekkja ævintýrið um Rauðhettu litlu (stjórnvöld) er fór út í skóg með matarkörfu handa Ömmu sinni (þjóðin). Hún hitt i úlfinn (ESB) er blekkti Rauðhettu út af réttri leið.
Þegar Rauðhetta (stjórnvöld) kom til Ömmunnar fannst henni útlitið öðruvísi en hún átti að venjast. "Hvers vegna hefur þú svo stóran munn og tennur amma mín"? "Til þess að ég geti gleypt þig með húð og hári", svarðar amman í gervi úlfsins (ESB)
Það sem verður öðruvísi en ævintýrið. Enginn góður veiðimaður verður til staðar til að bjargar Ömmunni og Rauðhettu litla úr maga úlfsins; þjóðin verður að standa fast á rétti sínum sem smáþjóð, á ekkert erindi inn i ESB.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook