1.2.2009 | 14:43
Pappírspeningar - óheft frelsi engar reglur?!
Samkvæmt niðurstöðum Gunnar Tómassonar, hagfræðings í Silfri Egils í dag hefur hagfræði heimsins beðið skipbrot vegna þess að pappírsframleiðslan á peningum var langt umfram raunverulega verðmætasköpun.
Gunnar taldi að megin ástæðan hafi orðið þegar kerfið átti að stjórnast og rétta sig af samkvæmt markabaðsaðstæðum hverju sinni. Þess vegna urðu fjármálaeftirlit og seðlabankar að dansa með kerfinu í stað þess að hafa reglur og vald til aðhalds, því fór sem fór.
Hrunið hér á landi varð fyrr en af sama toga ekkert varð stöðvað fyrr en Glitnir var settur á hliðina og aðrir bankar fylgdu á eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook