2.2.2009 | 15:43
Góðar óskir til Geirs H. Haarde
Vonandi verður Geir H. Haarde heill af veikindum sínum bæði vegna fjölskyldu hans og þjóðarinnar. Hann hefur verið farsæll leiðtogi er mikill missir er að ekki síst í þeim erfiðleikum þegar efnahagur þjóðarinnar er allt að því í rúst.
Þau Geir og Ingibjörg saman hefðu verið farsælli leiðtogar ef þau hefðu verið áfram. Því miður komu öfl innan Samfylkingar í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu; virðast vera mikil óheilindi og ósamstaða innan flokksins er kom í ljós við fjarveru Ingibjargar Sólrúnar í veikindum hennar.
Yrði ekki hissa þótt yrðu stjórnaslit í núverandi samstarfi er kæmi flokknum endanlega út í horn og enginn flokkur treysti sér til samvinnu við hann í framtíðinni.
Aðgerð á Geir heppnaðist vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook