3.2.2009 | 12:51
Jóhanna beitir bolabrögðum?
Hvers vegna liggur Jóhönnu Sigurðarsóttur svona á að reka seðlabankastjórana og alveg sérstaklega Davíð Oddsson er það vegna þess að áróðursmaskínu Samfylkingarinnar tókst að persónugera allan vanda þjóðarinnar í honum? Stjórnin hefur meirihluta (líklega) til setja fram ný lög um seðlabankann um að breyta stjórnkerfi bankans. Eftir lagasetningu er fyrst hægt að ræða við fráfarandi starfsmenn.
Áróður Samfylkingarinnar getur ekki einn og sér ráðið hvort seðlabankastjórnin fer frá án breytinga á lögum seðlabankans. Framkoma Jóhönnu eru bolabrögð vægast sagt siðlaus og lítt ígrunduð.
Davíð mun áreiðanlega ekki hlaupa eins og hræddur rakki undan Jóhönnu hann mun standa í rétti sínum samkvæmt lögum fyrst og fremst sem embættismaður og einnig starfsmaður.
Jóhanna og Davíð ræddu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 00:31 | Facebook