4.2.2009 | 22:40
Ekki traustvekjandi að reka seðlabankastarfsmenn án saka?
Ef lagðar verða niður stöður seðlabankastjóranna hljóta þeir að fá þau laun sem þeim ber samkvæmt lögum. Ef þeir fara fram á minna eru þeir að viðurkenna óbeint að hafa ekki staðið sig í starfi. Hvað sem líður fortíðinni þá björguðu starfsmenn seðlabankans því sem bjargað varð þegar í óefni var komið.
Ekki var nein leið önnur en neita Glitni um lán (með vafasöm veð) til að verja hann falli. Kom vel í ljós nú í kvöld þegar skilanefndir Landsbanka og Glitnis hafa gefið upplýsingar um stórtap Baugs, Straums og Eimskips.
Þegar til lengri tíma er litið er ekki traustvekjandi fyrir þjóðina ef hægt er að víkja æðstu embættismönnum fjármála úr starfi án saka.
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2009 kl. 15:42 | Facebook