9.2.2009 | 22:42
Þjóðinni borgið
Með allri virðingu fyrir þessum hagfræðingum þá er gott ef þeir geta undið ofan að rangri stefnu, stjórnvalda/stjórnmálamanna, viðkomandi ráðuneyta, bankastjóra, fjölmiðla, stjórnenda lífeyrissjóða - síðast en ekki síst fjármálaeftirlits og seðlabankastjórn; er hafa unnið með leiðarljós frá erlendum og hérlendum hagfræðingum síðan um kreppuna miklu 1930.
Var ekki undirrótin frjáls hagfræði sem átti að leita jafnvægis; samkvæmt eðlisfræðilögmáli er stjórnast af náttúrlegum óhagganlegum lögmálum; engin þörf á eftirliti eða reglum; gleymdist alveg að reikna með mannlegum breyskleika eins og græðgi er breyttist í óstöðvandi "pappírsfjárhættuspil" er nær um allan heim?
Nú eigum við tvo hagfræðinga af mörgum er munu bjarga okkur og heiminum í einu vetfangi; ný útrás í vændum?
Hef samúð með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að bera allt framangreint á herðum sér, Guð hjálpi honum og okkur þjóðinni.
![]() |
Vítahringur í peningamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2009 kl. 08:09 | Facebook