Forsetinn undirritaði "eigin afsögn"?

Eftirsjá af Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum hann gerði allt er hægt var þegar í óefni var komið;sýndi hugrekki  lét verkin tala; dótakassi Glitnis (gamla) var tæplega veðhæfur.

Davíð hefur orðið fyrir hatursáróðri flestra fjölmiðla. Glöggt mátti sjá það í síðasta viðtali  Kastljóssins á RUV. þar virtist fyrst og fremst óvild vera markmið Sigmars fréttamanns til að  valta yfir seðlabankastjórann; málefnin oft aukaatriði en hvers vegna?

Davíð varðist,  hann á sterk ítök í þjóðinni þrátt fyrir hatursáróðinn er í sumum tilfellum hefur orðið "krónísk fóbía" eins og á Útvarpi Sögu bæði hjá útvarpsstjóra og samtölum Sigurðar Tómassonar og Guðmundar hagfræðings en hvers vegna? Leiða má líkur að umræddur hatursáróður hafi löngu snúist upp í meðbyr með Seðlabankastjóranum?

Forsetinn hefur nú undirritað "uppsagnarbréfið" tæplega þurft að þurrka af sér tárin við þá athöfn. Davíð sagði í umræddu viðtali að það versta væri að þjóðin ætti engan leiðtoga er gæti talið kjark í þjóðina; hann hefur rétt fyrir sér.

Hefði staðið forsetanum næst að gegna því hlutverki en hann  hefur brugðist þjóð sinni með því að vera ókrýndur foringi og "klappstýra" útrásargarkanna; orð hans yrðu aðeins til að hella olíu á eld og valda enn meiri reiði og sundrung meðal þjóðarinnar.

Með því hefur forsetinn óbeint undirritað eigin afsögn; og ætti  að stíga til hliðar sem allra fyrst.


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband