6.4.2009 | 17:35
Kjósum ekki Samfylkinguna!
Betri samningar en í tíð síðustu ríkisstjórnar;hvar var Össur utanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn?Utanríkisráðherrann virðist fara með lýðskrum í tilefni komandi kosninga, stingur ennþá einu sinni höfðinu í sandinn til að fela ábyrgð Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, hvernig er hægt að bjóða nokkrum heilvita mann upp á annan eins málflutning?
Fyrrverandi formaður Samfylkingar hafði ekki fyrir því að biðjast afsökunar í hlutdeild flokksins á bankahruni við völd síðustu ríkisstjórnar; það hefði Ingibjörg Sólrún getað þó hún væri veik; eins og Geir H. Haarde. Samfylkingin ætlar að sigla lygnan sjó í komandi kosningum en kemst flokkurinn upp með svo ábyrgðarlausan málflutning?
Kjósum ekki Samfylkinguna!, flokkurinn á skilið ærlega ráðningu fyrir ábyrgðarlausan málflutning í samstarfi síðustu ríkisstjórnar og mun halda lýðskruminu áfram.
Össur: Samningaviðræður í góðum farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook