Samfylking - ekki málsvari vinnu og velferðar?

Eflaust hefur hugur fylgt  máli hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra í elhúsdagsumræðum , að vinna og velferð ætti að vera í forgrunni;  yrðu laun þeirra ekki skert er minnst hafa, slegin skjaldborg um velferðarkerfið. Innan samfylkingar eru margir hagsmunahópar er virðast fyrst og fremst hafa eigin hagsmunamál í fyrirrúmi.

Skemmst er að minnast er Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáverandi borgarstjóri ákvað hækkun launa þeirra starfsmanna er minnst höfðu í borginni; Steinunn Valdís varð ekki og er ekki hátt skrifuð í valdapíramída Samfylkingarinnar  - en ekki tókst þó að koma henni frá.

Nú finnst þessum sömu hagsmunahópum gott að halda í pilsfald Jóhönnu forsætisráðherra einungis til að halda fylgi og breiða yfir ábyrgð flokksins á bankahruninu; og eigin hagsmunum 

Þá er erfiðasta ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið skipað embættismanni til að fela enn betur mistök fyrrverandi viðskiptaráðherra Samfylkingar.

Eina fasta stefna Samfylkingar viðist vera að ganga í ESB; að geta komið sínum fulltrúm í skrifræðið; til  Brussel að ''stjórna lýðnum''með Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins í eftirdragi?

Samfylkingin mun tæplega axla ábyrgð  í fortíð, nútíð eða framtíð.

 Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband