11.4.2009 | 12:20
Ný siðferðisgildi í stjórnmálum
Þrátt fyrir titring hjá Sjálfstæðisflokknum og ef til vill fylgistap í bili er það vel að taka nú þegar á málinu með nýjum formanni; Hinir flokkarnir verða að gera slíkt hið sama til að halda áliti. Þeir sem stóðu að tug milljóna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða að stíga fram í dagsljósið; axla ábyrgð, - og fara úr ábyrgðarstöðum í stjórnmálum ef þeir eru þannig staðsettir.
Ef til vill tekst nýja formanninum Bjarna Benediktssyni að hreinsa til og skapa betra siðferði í stjórnmálum; þá á hann bjarta framtíð í stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook