Nýja stjórnarskrá - betra embættismannakerfi!

Ef til vill var rétt að fresta stjórnarskrárfrumvarpinu fram yfir kosningar hins vegar er alveg nauðsynlegt að semja nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur haft áhrif. Alþingi virðist nánast vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið og embættismannavaldið. Ef að byggja skal upp siðlegt lýðræðislegt þjóðfélag upp úr rústum fyrrverandi hagkerfisog fjármálaspillingar; að hugsa upp á nýtt tengsl þings, ráðherra og embættismanna.

Sú reynsla sem undirrituð hefur af embættisvaldinu er á þann veg að mál eru afgreidd að því er virðist án þess að þau séu borin undir viðkomandi ráðherra þótt um það hafi verið beðið. Við þurfum nýtt fólk með lýðræðislegri hugsun í ráðuneytin og önnur stjórnkerfi vegna þess að sérfræðingaveldið er of mikið þar sem ekki virðist vera mikið samstarf á milli; málin afgreidd  með þröngu sjónarhorni.

 

 


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband