16.4.2009 | 08:28
Umhverfisstofnun: ''Skjótum hreindýrskálfinn''?
Frétt um hótun Umhverfistofnunar að láta skjóta hreindýrskálfinn er fannst nær dauða en lífi og var komið til hjúkrunar á Sléttu í Reyðarfirði getur verið gott dæmi um hrokafullt embættismannavald er rýnir í þröngan lagabókstaf; hefur aðeins eina lausn að Drepa til að ná fram lögum stofnunarinnar.
Eru þessi lög ekki dæmigerð um að ekki fari alltaf saman lagabókstafur og réttlæti; hvað þá siðferði og mannúð.
Ná lög Umhverfisstofnunar svo langt að ekki megi bjarga lífi villtra dýra; ef svo er þá þarf að breyta þeim lögum og um það sé rammi í stjórnarskrá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook