Krónan er raunhæfur gjaldmiðill.

Hvers vegna þessi hatursáróður um krónuna; er hún ekki mælikvarði á verðmætasköpun þjóðarinnar ; er hún ekki hvati til frekari útflutnings?  Fisveiðar  eru frumundirstaða undir útflutningi; trygging fyrir fæðuöryggi.

Kosturinn við lágt skráð gengi   krónunnar er; að útfutningsatvinnugreinarnar hafa betri samkeppnisstöðu  þótt markaðsverð  hafi lækkað vegna kreppu erlendis.

Hvernig voru aðstæður sjávarútvegs/útflutningsgreina á útrásartímabilinu?; krónan var allt of hátt skráð og greiddi um leið niður innflutning, olli óheyrilegum viðskiptahalla.

Miða þarf núverandi aðstæður við   verðmæti útflutnings; innflutningur verður að miðast við gjaldeyrisöflun ekki ráðlegt að lifa umfram efni.

Samskipti okkar við erlendar þjóðir mun hægt og hægt komast í gott horf en við þurfum þolinmæði til að standast framangreinda erfiðleika. Fjárfestar eru tortryggnir vegna alheimskreppu en það verður ekki viðvarandi ástand síst gagnvart þjóð, auðugri af auðlindum; er fjárfestar munu horfa til.

Fyrst þegar næst   eðlilegt viðskiptalegt jafnvægi  má ef til vill huga að öðrum gjaldmiðli ef það er fyrir víst betri kostur; til að mæla verðmætasköpun þjóðarinnar.

 Besta  trygging framtíðar nú; er  að búa að því sem fyrir er í landinu efla og nýta innlenda framleiðslu (landbúnað) til að spara gjaldeyri nú um stundir.

Hræðsluáróður um að þjóðin sé fyrirlitin og einskis metin  má ekki skerða sjálfsmynd og framtak;

Vel menntað ungt fólk  mun upp rísa og skapa verðmæti í framtíðinni; stofna fyrirtæki er verða byggð á nýsköpunarkrafti þeirra, undirstöðuna til að taka á skuldum þjóðarinnar og efla framfarir í landinu.

Þá mun upp rísa þjóð með nýtt siðlegt gildismat á íslenskum grunni, fyrirmynd annarra þjóða.HappyHalo 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband