23.4.2009 | 03:59
''Kosningabrella - eða bjánaháttur?''
Léleg kosningabrella til að ganga í augun á kjósendum með óraunhæfri umhverfisstefnu eða bjánaháttur, dæmi hver fyrir sig. Er það ekki mannvæn stefna að nota auðlindir landsins til að byggja upp gott mannlíf með atvinnu fyrir alla?
Að vilja ekki láta leita að olíu á Drekasvæðinu sýnir ekki umhyggju fyrir þjóðinni eða afkomu hennar ekki síst á síðustu og verstu dögum. Dæmigerð þröngsýni afturhaldssamra umhverfissinna er virðist fremur til staðar en ekki skynsamleg nýting auðlinda.
Umhverfisráðherra þyrfti betra starf við hæfi ef það finnst; þar sem þröngsýni eða ''bjánaháttur'' á vel við?
VG ekki gegn olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook