26.4.2009 | 09:14
''Misjafn sauður í mörgu fé''
Innan Samfylkingar er ''misjafn sauður í mörgu fé'', fylgið tæplega viðvarandi til framtíðar; fremur er sigur Samfylkingar persónulegur sigur Jóhönnu Sigurðardóttur. Hins vegar missir Sjálfstæðisflokkurinn fylgi vegna frjálshyggju og peningahyggju; peningar virðast vera stefna flokksins yfir og allt um kring; enginn frambjóðenda sagði af sér eftir að flokkurinn hafði þegið óhóflega framboðsstyrki.
Formenn Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson; hrokafull afstaða, virðist ekki gert ráð fyrir miklum siðgæðishugmyndum hjá almenningi, því fór sem fór.
Að framansögðu viðrist ''misjafn 'sauður í mörgu fé'' einnig meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins.
Kosningarnar vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook