Útrétt hjálparhönd

Siðferðileg skylda borgaryfirvalda að verða við beiðni Kaþólsku kirkjunnar um aðstöðu til hjálpar nauðstöddum á hentugum stað hvort sem það er í miðbænum eða nágrenni. Þörfin er fyrir hendi,  fyrir útrétta hjálparhönd, til  hjálpar og samúðar; gerir erfiðleikana léttbærari að geta komið, fengið sér súpu og létt á erfiðleikum með kærleiksríku viðmóti. Getur haft óbein áhrif á fjölskyldur viðkomandi ekki síst börnin er nú viðrast standa meira höllum fæti vegna kreppunnar.

Slík andleg og líkamleg uppbyggingarstarfsemi getur skilað sér margfalt til baka með auknu sjálfstrausti og sjálfsbjargarviðleitni  þeirra bágstöddu,   er fyrirsjáanlega mun fjölga með vaxandi atvinnuleysi, - og greiðsluvanda þeirra er verst standa.

Vonandi bregðast borgaryfirvöld við til hjálpar um húsnæði; slík hjáp er kærkomin viðbót við aðstoð félagsmálayfirvalda í borginni.Halo
 


mbl.is Súpueldhús í miðbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband