30.4.2009 | 16:18
Aukið lýðræði í prófkjörskosningum
Útstrikanir á frambjóðendum í nýliðnum kosningum eru skilaboð frá kjósendum; þeir sætta sig ekki við óhóflegar sporslur og spillingu. Þá eru prófkjör flokkanna ólýðræðislegt fyrirkomulag sérstaklega í stórum kjördæmum úti landi þar sem jaðarbyggðir/sjávarþorp hafa ekki nokkra möguleika til áhrifa. Reglur þarf til tryggingar; að þingmenn komi sem víðast úr viðkomandi kjördæmum.
Nefna má Suðvesturkjördæmi hvernig tveir efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru staðsettir; auk þess eru þeir formaður og varaformaður flokksins, ekki frambærilegt í kjördæmi þar sem sjávarbyggðir eru stór uppistaða í kjördæminu.
Vill vinna traust á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook