Til hamingju með daginn

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga fyrsta maí hér á landi, en dagurinn lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972. Baráttudagurinn á sér rætur í blóðugri baráttu alþýðufólks fyrir bættum kjörum, fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista í París komu saman (1889),til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastillufangelsið í borgarastyrjöldinni, 1789. Þar var ákveðið að gera 1.maí að baráttudegi hreyfingarinnar.

Tiltekinn dagur var einnig valinn vegna þess, þegar verkamenn komu samans þremur árum áður (1886) á  Haymarket-torginu í Chicago í Bandaríkjunum, að krefjast átta tíma vinnudags. Tvö hundruð lögreglumenn ætluðu að leysa upp mótmælin en einhver kastaði sprengju, í öngþveitinu er fylgdi, hófst skothríð milli lögreglu og verkfallsmótmælenda, sjö lögreglumenn létu lífið og um tuttugu verkamenn. Átta voru handteknir og dæmdir fyrir sprengjutilræðið, fjórir voru hengdir sá fimmti framdi sjálfsmorð í fangelsinu.

Ákæran var tekin upp nokkrum árum seinna, réttarmorð hafði verið framið, engar sannanir voru til staðar. Þremur hinna ákærðu var sleppt og hinir hengdu urðu píslarvottar verkalýðshreyfingarinnar en fyrsti maí valinn sem alþjóðlegur baráttudagur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband