5.5.2009 | 12:52
ESB - ekki besta hagkerfi heims?
Hvers vegna koma yfirlýsingar frá Olle Rehn ESB með stuttu millibili um að Ísland séu velkomið innan ESB sem allra fyrst, inngangan muni ganga fljótt fyrir sig? Segir að ESB hafi mikla samúð með fjárhagerfiðleikum hér og vilja greiða götu þjóðarinnar. Hvar var ´´samúðin þegar ESBríkin stóðu á móti sameiginlegri ábyrgð þegar bankakerfið hrundi hér á landi þótt Ísland væri innan EES? Við erum fámenn þjóð en hér eru hér miklar auðlindi; ESB mun þykja gott til glóðarinnar að hafa fiskimiðin sem fæðuöryggi í framtíðinni - að ekki sé minnst á orku- og olíuauðlindir?
Innganga Íslendinga í ESB og upptaka Evru hefur í för með sér frelsisskerðingu vegna þess að ESB mun dragast aftur úr velmegun í USA og Íslendinga; þótt ESB hafi sett sér það markmið að verða samkeppnishæfast hagkerfi heimsins árið 2010, til þess þarf atvinnu, Lissabonsamkomulagið gerði ráð fyrir, til þess að markmiðin næðust, yrðu 70% af vinnufæru fólki að hafa atvinnu. Heyrst hafa tölur um 11,5 % samdrátt í Þýskalandi (Dietrt Wermuth) á þessu ári, atvinna verði langt undir 60%. Það mun hafa neikvæð áhrif á lönd ESB þótt hagspár seðlabanka ESB reyni stöðug að fegra útlitið þótt staðreyndin sé önnur?
Eftir hverju er að sækjast verður ekki betra fyrir Ísland að standa utan við sambandið og nota krónuna enn um sinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook