5.5.2009 | 16:50
Samfylking - ''trúarsöfnuður til Brussel''?
Samfylkingin getur ekki og má ekki fá opið umboð til Brussel og semja um aðild að ESB; sama og að afhenda skrifræðinu í Brussel Ísland ''ef þeir vilja vera svo góðir að taka við landi og þjóð''. Hvílíkt glapræði, Samfylkingin er ''trúarsöfnuður'' um aðild þjóðarinnar að ESB, er leiddur verður dyggilega beint og óbeint af ritstjóra Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Stöð2, ''hluta af háskólaelítunni'' - og RUV eða því sem næst?
Ætla Vinstri grænir að láta undan bara til að geta verið í stjórn, ekki nægilega góð rök, þeir eiga næga möguleika í stjórn landsins þótt þeir slíti núverandi stjórnarsamstarfi? Hvað með Framsókn, Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn, yrði betri stjórn til að senda trúverðuga sendinefnd til Brussel?
Búast má við meiriháttar ágreiningi á Alþingi um svo grafalvarlegt mál og innganga í ESB.
Kemur ekki til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook