9.5.2009 | 15:16
Fyrningarleiðin: - gráðugt stjórnkerfi
Hverjir eru það sem vilja skattleggja sjávarútveg óhóflega, hvers vegna mega ekki vera vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki úti á landi, hvers vegna á að færa allt fjármagn á höfuðborgarsvæðið? Er ekki ný græðgi í uppsiglingu til að auka enn á yfirbyggingu samfélagsins er þegar er alltof stór fyrir fámenna þjóð.
Menntun fólks myndi ekki líða skaða þótt háskólum yrði fækkað og deildir sameinaðar, nóg verður til af menntafólki samt sem áður; fleiri ríkistofnanir þurfa hagræðingar við - og stjórnkerfið í heild. Eitthvað virðist væntanleg ríkisstjórn ætla að taka til í framangreindum málum; vonandi sitja þau í fyrirrúmi fremur en endanleg útrýming landsbyggðarinnar með svokallaðri fyrningarleið - um leið tilveru Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar.
Bæjarráð Hornafjarðar varar við fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook