Söngvaseiður - frábær söngleikur

Fór að sjá Söngvaseið í Borgarleikhúsinu í gærkveldi, hrífandi söngleikur í léttum dúr þótt hann sé í skugga valdatöku nasista í seinna stríði. Sýnir fjölskyldu er fær til sín unga kennslukonu úr nunnuklaustri er kemur á heimilið. Unga glaða nunnan glæðir lífið birtu og il, er fjölskylduna  vantar á ófriðvænlegum  óvissutíma.

Leikarnir eru léttir og skemmtilegir en túlka  jafnframt ógnvænlegt samfélag. Móðurlausu börnin sjö eru leikin með prýði; túlka  vel  hvernig þau blómstra við komu nunnunnar, lífið verður manneskjulegra; fjölskyldan finnur gleði og frið innan eigin vébanda er það sem gefur lífinu gildi.

Gott í kreppunni að sjá svo breitt svið úr mannlífinu túlkað á grátbroslegan hátt , en gleðin og samheldnin innan fjölskyldunnar er raun sigurvegarinn í glímu mannlífsins.

Leikstjórinn á heiður skilinn fyrir hvernig hann kemur efninu til skila með gagnrýni á ríkjandi samfélag með skemmtilegu ívafi háðs og hláturs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband