14.5.2009 | 14:45
NAFTA - ESB - átök um auðlindir
Rússar búa sig undir átök um auðlindir m.a. á Norðurskautssvæðinu og landgrunni Barentshafs, útiloka ekki að herveldi verði beitt í framtíðinni um yfirráð. Átök um auðlindir eru fyrirsjáanleg þegar til framtíðar er litið; tæplega horft framhjá framangreindri staðreynd fyrir lítið eyríki með miklar auðlindir. Hvar er Ísland er best staðsett meðal þjóða þarf að ígrunda vel; er landið vel staðsett innan ESB, er innganga í NAFTA (USA, Mexico og Kanada) betri kostur?
Virðist ekki góður kostur ''að dansa á línunni'' fyrir litla þjóð þegar til lengdar lætur, en hægt að hafa áhrif hvar við viljum staðsetja okkur. Ef til vill er skynsamlegt a bíða átekta með umsókn um inngöngu í ESB.
Þótt við mikinn efnahagsvanda sé að stríða eru það auðlindir okkar er vega þyngst þegar samið verður um samstarf um við önnur ríki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook