18.5.2009 | 21:45
ESB - styrkir ekki lanbúnað eða sjávarútveg
Forsætisráðherra telur að ESB og stjórnvöld muni sjá til nægilegra styrkja til verndar íslenskum landbúnaði, ekkert að óttast þess vegna. Landbúnaður eða sjávarútvegur geta aðeins lifað á eigin forsendum og framtaki og um það sé samstaða hjá þjóðinni. Barnalegt að halda því fram að ESB muni sérstaklega leggja sig fram með styrkjum fyrir landbúnaði þegar til framtíðar er litið. Endurbætur á sjávarútvegi verða ekki leystar með fyrningarleið/þjóðnýtingu heldur með framsæknum atvinnurekstri sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breytt um landið. Smábátaútgerð þarf meiri kvóta til umráða sérstaklega á smærri stöðum;ekki er þörf á fjölgun báta þeir sem fyrir eru geta auðveldlega aukið veiðar án nokkurs tilkostnaðar.
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook