12.12.2006 | 23:49
"Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða."
Nú fengum við jólakveðjuna frá markaðasöflum vínsins á stöð 2 í kvöld.
Það á sem sagt að leyfa auglýsingar á víni sagði Þórunn Guðmundsdóttir,lögfræðingur. "Það má ekki skerða frelsið," sagði hún.
Stundum er frelsið afstætt. Vínauglýsingar hafa birst í ýmsum myndum. Gott dæmi: t.d. hjá Jóa Fel. í annars ágætum matreiðsluþáttum hans, en gerir þáttinn siðlausann.
Í lok þáttanna kemur "helgasta" athöfnin í þættinum. Jói Fel. gefur sér langan tíma til að opna vínflöslu til að gæða vinum sínum með matnum.
Er það ekki einkamál hvort drukkið er vatn eða vín með matnum? "Lögleg" en siðlaus athöfn í sjónvarpi, í landi þar sem auglýsingar eru bannaðar. Skyldi Jói Fel. fá greitt fyrir ómakið???
Framangeind athöfn er gott dæmi um hvernig markaðsetning víns, lætur mjúklega en svífst einskis frekara en úlfurinn í Rauðhettu, sem át bæði ömmuna og Rauðhettu litlu. Er á góðri leið með að éta upp ungu kynslóðina og löngu búinn að éta upp mína kynslóð að mestu leyti upp til agna.
Almenningur vill vínauglýsingar," sagði þessi umræddi lögfræðingur. Hefur farið fram skoðanakönnun og hvers vegna almenningur vill vínauglýsingar?
"Með lögum skal land byggjam og með ólögum eyða," segir gott spakmæli.
Sú lögfræði sem vill afnema lög með þeim skýringum sem fram komu á stöð 2 í kvöld getur talist ólög. Hvað kemur næst, eitthvað sem hentar frjálsum markaðaöflum til að græða á peninga hvað sem það kostar?
Það er á engan hátt verjandi að auglýsa vín fekar en tóbak hvað sem þeir gera í útlöndum.
Sinn er siðurinn í hverju landi. Ferðamannaiðnaðurinn mun blómstra þótt vínið sé dýrt. Hingað kemur fólk til að njóta óspilltarar náttúru en ekki til að neyta víns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2006 kl. 18:31 | Facebook