Eftir hvað reglum fer bloggritstjóri Mbl. þegar hann velur "valin blogg?"
Rétt áðan var valið blogg sem studdi að áfengisauglýsingar yrðu leyfðar.
Að leyfa áfengisaulýsingar er mál sem þarf að skoða í víðu samhengi og hvaða afleyðingar það hefði.
Auglýsingar í fjölmiðlum hafa óumdeilanlega skoðanamyndandi áhrif á alla, móta lífstíl og neyslu bæði unglinga og fullorðna.
Áfengi er skaðlegt heilsu manna og veldur dauðsföllum bæði í neyslu og bílslysum.
Einhliða auglýsingar áfengis eru varasamar og geta valdið meiri þjóðfélgaslegum skaða en nú er.
Ná slíkt frumvarð fram á alþingi er eðlilegt að leggja 10 til 20% skatt á áfengi til að standa undir auglýsingum til að upplýsa um hvað áfengi veldur t.d miklu böli í mörgum fjöskyldum svo eitthvað sé nefnt.
Af nógu er að taka hvað varðar rannsóknir á neyslu áfengis.
Undirrituð hefur alltaf fengið góðar móttökur hjá Mbl. með greinar um neyslu áfengis
Telur hún blaðið femst á blaðamarkaðnum hvað varðar birtingu gagnstæðra skoðana á ótal málum.
Það er nauðsynlegt hvað varðar bloggið að ekki sé óbeint tekið undir eina hlið málefnis t.d um leyfi á áfengisaulýsingum með því að velja "valið blogg" þar sem aðeins álit þeirra sem vilja áfengisauglýsinar kemur fram en horfa fram hjá gagnstæðum skoðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending. Blaðið á skýra hvaða forsendur eru fyrir völdum bloggum. Annars er pólitíska bloggið eða skoðanabloggið á Blogg. is, sem oft eru eins og litlir fjölmiðlar, gjörsamlega að alla þá bloggara sem eru áhugaverðir bara sem persónur með ýmis konar áhugaverðar pælingar aðrar en þjóðmál og pólitík.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.12.2006 kl. 12:38