15.12.2006 | 12:02
- Að velta sér upp úr fátækt.- tilgangurinn helgar ekki meðalið -
Mikil umræða hefur verið um fátækt í þjóðfélaginu undanfarna daga þar sem fátæk börn hafa verið í sviðsljósinu og er það vel. Umræðan hefur samt of oft einkennst af því að verið sé að velta sér upp úr fátækt frekar en að fram komi raunverulegar lausnir á vandanum. Rannsóknir hafa komið fram sem sýna fram á vandann félagsega.
Með allri virðingu fyrir fræðilegri umfjöllun og ágætri niðurstöðu er nánast aldrei minnst á hvað er til ráða.Séhæfingin er svo mikil og ekki samstarf virðist vera með þeim sem hafa reiknikunnáttuna.Undantekning er Stefán Ólafsson, prófessor sem hefur sýnt fram á vandann bæði frá félagslegri hlið og haft góðan reiknistokk hvað varðar peningalegu hliðina.
Reiknistokkar stjórnvalda reyna yfirleitt að leysa vandann með því að reikna burt tekjur frá eldri borgurum og öryrkjum til að stoppa í görtn í kerfinu, hækka þar og lækka hér.Hvers vegna ekki að reikna út úrbætur og taka þær þar sem peningarnir eru?
Erfitt er að skilja, að ef eldri borgurum og öryrkjum tekst að ná í aukatekjur, þá sé þeim næstum öllum "lölega" stolið af þeim aftur. Greinilega góðir reiknistokkar í gangi. Umræddir aðilar sitja ekki einu sinni við sama borð og almennir skattgreiðendur. Gæti það ekki aukið hagvöxtinn ef umræddir aðilar ættu eitthvað meira heldur en fyrir saltinu í grautinn?Umræðan virðist oft blossa upp á kosningaárum og helst til að fella þá ríkistjórn sem er við völd. Tilgangurinn helgar ekki meðalið.Fjölmiðlamaður sagði um daginn: " Er ekki hluti af vanda fátækra barna vegna áfengissýki, spilafíknar og eiturlyfjafíknar, en ég þori nú varla að nefna það." Ekki var farið djúpt ofan í málið í það skiptið.
Undirrituð vill bæta við neyslufíkn sem á rót sína að rekja til banka og fyrirtækja. Bílasölur auglýsa bíla með "engri útborgun". Símafyritækin með símtölum sem kosta 0 kr. Bankarnir auglýsa lán sem nánast kosta ekki neitt, sem erfitt er að skilja við hvað er átt.Svo lendir fólk í greiðsluerfiðleikum, á ekki fyrir lífsnauðsynjum.
Er það ekki lögbrot að villa um fyrir viðskiptavinum sínum?Núverandi stjórn hefur bætt kjör öryrkja og eldri borgara en ekki nægilega.Til þess að svo megi verða þá þarf mjög sterka pólitíska stjórn og að fjömiðlar taki undir alla viðleitni til að auka kjör fátækra barna, öryrkja og eldri borgara óháð hver er við völd.Stekustu einkenni samfélagsins í dag er græðgi, sem verður að reyna að hefta með lögum ef ekki vill betur til.Ekki má setja neinar hömlur á efni í fjölmiðlum eða hvor réttar forsendur séu að baki því sem verið er að auglýsa.
Eins og menn muna stöðvaði forseti Ísland fjölmiðlalögin og sér ekki fyrir endann á afleiðingunum enn þann dag í dag.Vonandi stöðvar hann ekki væntanleg fjölmiðlalög.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook