16.12.2006 | 13:01
Forsetafrú á heimili sínu í London.
Að sjálfsögðu óskar undirrituð forsetafrúnni til haminju með titilinn, konu ársins. Hef bara séð myndir af henni á heimili sínu í London. Sá myndirnar á stöð2. Engar aðrar myndir voru sýndar. Hvað með myndirnar af henni með börnum sem eiga um sárt að binda og hún lagði mikla áhersu á, eru þær ekki nógu merkilegar fyrir konu ársins? Eða myndir þar sem hún hefur sannarlega lagt sig fram um að vera íslendingur.
Efast um að forsetafrúnni sé greiði gerður með svona lélegri umfjöllum. Hún er þó að mati undirritarar betri helmingurinn forsetans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook