16.12.2006 | 17:00
Framboð eldri borgara eða sanngjarnar úrlausnir?
Trúverðug skrif Torbens Friðrikssonar eru athyglisverð um tilfærslur í gegnum skattakerfið frá lífeyrissjóði gegnum TR, lífeyrisþegum til hagsbóta, fyrir eldri borgara er athyglisverð. Það viðrist vera reiknistokkur þarna í TR sem vill nota sjóðinn eitthvað annað? Þótt þurfi að ávaxta sjóðina svo þeir rýrni ekki þá eiga eldri borgar rétt á sínu.Kröfru eldri borgara um rétt sinn til mannsæmandi lífeyris verða sífellt hærri og ekki þaggaðar niður. Eðlileg getur þó talist að greiddir séu skattar af mótfframlagi í lífeyrisjóðina þar sem það á við en ekki krónu meira. Ef núverandi stjórnarflokkar geta bætt betur þar úr, er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar í Reykjavík íhuga að vinna (styrkja) framboð, svo hart finnst þeim vegið að rétti sínum. Eldri borgarar utan Reykjavíkur munu án efa fylgjast vel með framvindunni.Spái því að ef ekki verðar gerðar frekari leiðréttingar fyrir eldri borgara þá muni afstaða þeirra eiga enn eftir að harðna í framtíðinni.Eldri borgarar láta ekki auveldlega slá ryki í augu sín og þess vegna ætti að láta reyna á hugmyndir Torbens.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eldri borgarar hafa of lengi verið hornreka í þjóðfélaginu
Aðalseinn Tryggvason 16.12.2006 kl. 19:19