Framsókanarflokkurinn níutíu ára - stjórnmálaskýring úr grasrótinni.

 

Vegna níutíu ára afmælis Framsóknar ætlar undirrituð að leitast við að senda flokknum stjórnmálaskýringu úr grasrótinni. Ef það mætti verða til honum hjálpar í baráttunni fyrir lífi sínu í stjórnmálum. Svo undarlega vill til að undirrituð hefur þann feril að hafa tekið ötullega þátt í stuðningi tveggja merkra framsóknarmanna, Halldórs E. Sigurðsonar í Borgarnesi og Halldórs Ásgrímssonar á Austurlandi. Var í forystusveit framsóknar á sínu svæði á Hvanneyri um árabil. Halldór E. Sigurðsson vann mjög vel að málefnum þáverandi bændaskóla til eflingar íslennskri bændastétt og átti mikinn stuðning okkar sem þá vorum á Hvanneyri. 

Síðan lá leiðin í heimabyggð á Fljótsdalshéraði. Þar var þá að hefja feril sinn ungur og duglegur maður sem þingmannsefni Framsókanrflokksins. Þar vann undirrituð ötullega að framboði Halldórs. Fjölskylda undirritaðrar er ekki af “framsóknarætt” en okkur fannst að þarna kæmi maður sem væri öðruvísi og betri. Með frjálslega og nýja sýn á menn og málefni.

 Síðnan skyldu leiðir og undirrituð hefur ekki starfað í flokknum í mörg ár. Nú gerðust  þau stórtíðindi að Halldór hættir afskiptum af stjórnmálum.Í tilefni þessara breytinga hélt hann kveðjufundi víða um land m.a. í fyrrverandi kjördæmi sínu og bauð til fundar útvöldum framsóknarmönnum. Hefur undirrituð sannfrétt að margir sem studdu hann þar voru ekki boðnir og sátu sárir eftir. Ekki voru nærri allir stuðningsmenn Halldórs skráðir flokksmenn, hann hafði mikið persónufylgi, sem honum hlaut að vera kunnugt um. Hefði Halldór ekki  bara átt að hafi opinn kveðjufund? 

Enginn flokkur hefur orðið fyrir eins miklu tapi og Framsóknarflokkurinn vegna fólksflutninga hingað á höfuðborgarsvæðið. Framsóknarflokkurinn hafði sínar rætur fyrst og fremst í bændasamfélaginu, sem nú er orðið fámennt miðað við það sem áður var. Framsóknarflokkurinn hefur treyst of mikið á, að ná til kjósenda sinna í gegnum fjölmiðla og gleymt gömlu aðferðinni, að hitta menn að máli, sem hefði verið nauðsynlegt þegar fylgi hans hefur horfið  í stórum hópum aðallega hingað á höfuðborgasvæðið síðustu áratugi  

Sterkasti fulltrúi bænda/dreifbýlisins nú er Guðni Ágústsson. Það verður víst  sótt hart að honum samkvæmt nýjustu fréttum. Guðni er afar vinsæll sem þingmaður og langt út fyrir flokkinn. Nái hann ekki kosningu styttist í andlátið hjá Framsókn.

 Kynni undirritaðarar af framsókn næst  urðu síðan hér í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Forystumenn flokksins komu á vinnustaðinn og gáfu undirritaðri blöðru, með XB og báðu um stuðning. Undirritaðri varð á að spyrja hvaða stefnumál  þeir hefðu á oddinum en þeir höfðu þau ekki meðferðis, varð fátt um  kveðjur.

 Undirrituð hafði aftur móti fengið senda stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins þar sem velferðarmálin voru á oddinum og bréf frá Gunnari bæjarstjóra að auki.Var síðan boðin í grillveislu og gefin grænn fórbolti í kveðjuskyni. Það gefur að skilja að bæjarstjórinn fékk atkvæði undirritaðrar, enda var  græni fótboltinn svo undur fallegur.

Þótt framsókn hafi misst foringja sinn í Kópvogi á kjörtímabilinu er það er ekki nægileg skýring á tapi flokksins í bæjarstjórnakosningunum.  

Að framsögðu óskar undirrituð sínum gamla kennara í Samvinnuskólanum, Jóni Sigurðssyni velfarnaðar, til hamingju með formanninnn og níutíu ára afmælið. Ráðleggur honum eindregið að halda opnar afmælisveislur þegar hann fer um landið svo allir velunnarar flokksins geti komið óháð flokksskírteini. Þegar allt kemur til alls er það grasrótin sem ræður því hvaða fylgi kemur upp úr kjörkössunum í vor. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef til vill verður íslenska þjóðin svo heppin eftir næstu kosningar að Framsóknarflokkurinn hefur þurrkast út.Guð gefi að svo verði svo að flokkurinn geti ekki unnið þjóðinni meira tjón en hefur nú þegar gert.

Sigurður Eðvaldsson 17.12.2006 kl. 01:20

2 identicon

Ég var einu sinni framsóknarmaður (kona). Eftir að hafa í mörg ár reynt að fylgja flokknum eftir og kosið hann með óbragð í munni í síðustu skipti, er komið nóg.

Ég hef aldrei séð eins spilltar og lúalegar aðfarir eins og í borgarpólitíkinni núna undanfarið.

Ef einhver íslenskur stjórnmálamaður á að segja af sér er það Björn Ingi Hrafnsson og þessi ófyrirleitni Óskar Bergsson. Hreint út sagt ömurlegt.

Ég mun aldrei aftur kjósa Framsókn!!!!

Aðalheiður 17.12.2006 kl. 17:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband