19.12.2006 | 11:13
Byrgið í vondum málum- vantar allt innra og ytra eftirlit-
Það eru hörmulegar fréttir frá Byrginu, sem margir hafa haldið að væri fyrirmynd í meðferð og umhyggju fyrir vímuefnaneytendum. Virðist vera einna líkast sértrúarsöfnuðum í Bandaríkjunum, sem birtast þar í ýmsum myndum. Stundum eru þessir söfnuðir með Guðsorð á vörum, sem þeir misnota á hryllilegan hátt og á ekki skylt við orð Krists að neinu leyti.
Með því að beita sálfræðilegri aðferð er t.d hægt að innprenta fólki ekki síst ungu fólki og eiturlyfjaneytendum (öllum mönnum) ýmsar ranghugmyndir. Undirmeðvitund okkar er afar viðkvæm og hefur oft verið misnotuð á ýmsan hátt með innrætingu í gegnum tíðina.
Byrgið viðist ekki hafa þurft að gera grein fyrir rekstri sínum. Hvað er eiginlega í gangi er eftirlit með rekstri þeirra stofnana sem þiggja af ríkinu ábótavant yfirleitt?
Það sem verra er, að lítið eða ekkert innra eftirlit viðist vera með meðferðinni, fyrrverandi landlæknir hefur þó haft umsjón með stofnuninn.
Hér er risastór pottur brotinn í starfseminni. Það vantar alla faglega ráðgjöf, einn maður hefur greinilega haft starfsemina í hendi ef rétt reynist. Ef til vill vantar svona starfsemi betri lagaramma til að fara eftir.
Undirritið kynnti sér starfsemi í Hlaðgerðarkoti (meðferðastofnun Samhjálpar) fyrir nokkrum árum. Þar var trúarleg leiðsögn byggð á kristinni trú þar sem bæn til Jesú Krists var grunnatriði. Þangað kom fólk af spítala sem hafði fengið meðferðarúrræði og vildi styrkja sig með trúarlegri leiðsögn, að eigin vali. Samstarf er á milli allra fagaðila og þeirra sem eru trúarleiðtogar.
Undirrituð telur þessa stofnun til fyrirmyndar,vera á trúarlegum grunni, sem útilokar ekki faglega ráðfjöf lækna og sálfræðinga. Það sem undirritaðri fannst vera erfitt í Hlaðgerðarkoti var bágur fjárhagur sem var stofnuninni fjötur um fót.
Tæplega er hægt að ásaka Kompás fyrir sína umfjöllun. Hvernig á eiginlega að upplýsa svona mál, þegar allt eftirlit með Byrginu virðist vera ábótavant? Vonandi kemur stjórn byrgisins í leitirnar?
Auðvitað eiga fjölskyldur þeirra manna, sem verða fyrir alvarlegum ákærum um sárt að binda. Án efa erfitt sorgarferli framundan hjá þeim fjölskyldum sem nú eiga hlut að máli, sem vonandi verður hugað að í framhaldinu. Undirritaðri finnst að Kompás eiga að hafa forgöngu um að svo verði gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2006 kl. 07:41 | Facebook