19.12.2006 | 21:57
Umfjöllun fjölmiðla - og fjölskyldur þeirra sem verða fyrir gagnrýni.
Fram kom í sjónvarpinu í kvöld þar sem haft var eftir Óskari Bergssyni varðandi setu hans báðu megin við borðið hjá borginni, að fjölskylda hans hefði hlotið skaða af umfjöllun fjölmiðla. Það sama kom fram í sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu í gær. Hvað varðar Kompás þá var rækilega auglýst að þátturinn væri ekki fyrir viðkvæma eða börn. Nánasta fjölskylda okkar er auðvitað persónlega mjög viðkvæm fyrir ef við verðum fyrir gagnrýni. Engu að síður er það óhjákvæmilegt, að þeir sem gegna opinberum störfum, verði fyrir gagnrýni í fjölmiðlum.
Með fjömiðlatækninni bæði í myndum og máli er gagnrýnin enn sterkari en áður var og vandasamara að koma henni til skila með siðgæði og réttlæti að leiðarljósi.
Það liggur við að réttlætið skarist stundum. Fjölskyldum þeirra sem hugsanlega verða fyrir gagnrýni þarf að upplýsa vel, þegar þeirra nánasti er í þeirri stöðu að verða fyrir gagrýni, sem getur verið særandi eða jafnvel ósönn. Þar gætu skólar komið að miklu liði þegar slikt mál kemur upp. Umræddur vandi fjölmiðla þegar svona vandasöm mál koma upp er mikill. Samt eiga þeir að fjalla á gagnrýnin hátt um menn og málefni. Augljóslega þarf að setja reglur um svona aðstæður á Alþingi í sambandi við væntanleg fjölmiðlalög. Siðferilega hliðin verður ekki sett með lögum. Dómur götunnar hefur fellt sinn dóm í máli mannsins fyrir vestan, sem sakaður var um kynferðisbrot og tók líf sitt. Um það mál var fjallað í æsifréttastíl. Viðkomandi blað varð að leggja upp laupana eins og kunnugt er. Vandi fjölmiðla er að rata gullna meðalveginn; aðgát skal höfð í nærveru sálar.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2006 kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Já kompásmenn tóku það rækilega fram að efnið væri viðkvæmt og stranglega bannað börnum, svo rækilega að ég þorði ekki að horfa á fyrr en í gær. Og hvað sleggjudóma varðar, þeir fara ekki af stað með tilhæfulausar ásakanir, það veit ég af reynslu, flestir fréttamenn eru vandir að virðingu sinni og vinna mikla rannsókna vinnu, þú fleygir ekki bara einhverju í þá, þeir hlaupa ekki svo auðveldlega af stað. Þeir hafa jú starf og orðspor að passa.
Birna M, 20.12.2006 kl. 10:24
Að Óskar Bergsson skuli væla yfir því að hafa fengið á sig gagnrýni er ekkert nema geirnagli í orðsporið; ef menn eru hörundsárir á fótum eiga þeir ekki að bjóða skrattanum upp í dans. Það gerði hann, blessaður, og nú býð ég honum að gera svo vel þegar tími er kominn að súpa seyðið. Hvílíkur aukvisi.
Jón Agnar Ólason, 20.12.2006 kl. 23:58