Hlýhugur og vinsemd eru besta jólagjöfin.

Nú er jólasöfnun handa þeim sem minna mega sín að ná hámarki, við keppumst við að greiða gíróseðla og pakka niður fötum handa fátækum erlendis. Oftar en ekki er um fólk að ræða sem hefur varla vatn að drekka eða fæði og klæði til næsta dags, fársjúkt og húsnæðislaust.

Það að hjálpa þeim sem minna mega sín, hálpa náunga sínum vegna þess að okkur langar til að gefa er hið rétta hugarfar aðventunnar. Þannig undirbúum við komu Frelsarans og verðum betri  samfélagsþegnar.

Mörg okkar eiga vini og vandamenn sem eru sorgmæddir vegna ástvinamissis, þurfa uppörvun og samúð. Við getum gefið þeim styrk með því að láta þau finna, að við berum umhyggju fyrir þeim, hugsum hlýtt til þeirra, það er besta gjöfin.

Að sýna öðrum hlýhug og vinsemd færir frið  og kærleika inn í hug okkar,  á heimili okkar og vinnustað. Börnin eru næm fyrir hugarástandi okkar. Ef þau finna kærleiksþel okkar líður þeim  vel og hin sanna helgi jólnna  umvefur þau, verður þeim minnistæðri jólaminning en gjafirnar  síðar á lífsleiðinni.

Jólagjafir eru góðra gjalda verðar en að vera saman, eiga samfélg hvert við annað í kærleika og vinsemd, færir okkur sönnustu gleðina. Vísar okku réttu leiðina áfram til lífsins í samfélaginu þótt jólin sér liðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband