27.12.2006 | 07:07
Ísland og Evrópubandalagið - örþjóð langt norður í hafi -
Í þúsund ár hefur þjóðin þraukað af hungur og náttúruhamfarir í þessu kalda landi, lifði á því sem landið gat gefið, varð að ganga á landgæðin til þess að lifa af sem þjóð. Nú erum við þess megnug að skila landinu aftur eyðingu þess, þakka uppfóstrið með uppgræðslu, að varðveita auðlindir þess handa komandi kynslóðum. Varðveita það með því að vera áfram þjóð í þessu landi.
Sagan greinir frá útrás manna frá Íslandi sér til menntunar og þroska sem þeir færðu þjóðinni aftur heim til framfara. Menningararfur okkar skilaði einnig merkum arfi til baka; áttum sagnaritara og skáld á heimsmælikvarða þeirra tíma. Stórstígastar urðu framfarir þjóðarinna þegar útgerð kom til sögunnar. Nú býr velmenntuð kynslóð í landinu, útrás og tækniframfarir aldrei verið meiri. Fjármálafyrirtæki, listamenn og íþróttafólk skipa sér í fremstu raðir í heiminum.
Nútíminn á velgegni sína að þakka landinu og gjöfulum fiskimiðum, eljusemi liðinna kynslóða sem þraukaðu af alla erfiðleika. Kjölfesta okkar hlýtur enn að felast í landsins gæðum; sterkum landbúnaði og sjávarútvegi. Að fullnægja frumþörfum svo sem í mat og drykk verða ekki betur tryggð en að það sé framleitt í landinum sjálfu. Að fá nauðþurftir sínar af smjörfjallinu í Evrópu er ekki trygging til framtíðar. Ekkert sem bendir til að það yrði ódýrara þegar litið er til langs tíma.
Örþjóð norður í Atlanshafi hefur takmarkaða hagsmuni af inngöngu í Evrópubandalagið. Hún yrði að að eftirláta skrifræðinu í Brussel fiskimiðin til yfirráða, landbúnaður yrði rústaður til frambúðar.Ekki virðist samstaða meðal núverandi þjóða ESB í raun. Skrifræðið í Brussel telur sig ekki þurfa stuðning almennings heldur vill koma á samstöðu með handafli m.a evruna sem sameiginlega mynt.
Að lokum vill undirrituð gera orð Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu 26. nóv.s.l að lokaorðum:
En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrárhugmyndir ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar.
Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar.
Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2006 kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Er réttlætanlegt að láta 3% af þjóðinni (bændur) kúga okkur hin með ofurverði á matvælum? Ennfremur að leyfa hagsmunum sjáfarútvegsins sem nemur 7% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar ráða því að krónan (minnsta mynt í heimi) sé notuð ennþá í stað þess að njóta mun lægti vaxta með evrunni? Viljum við þjást í 1000 ár í viðbót út af þrjóskunni í okkur sjálfum? Legg til að þú lesir þetta: http://www.hi.is/~gylfason/_private/Euro2006Rev.pdf
Gleðileg jól!
Ólafur Stefánsson 27.12.2006 kl. 13:48
Það eru nokkrar staðreyndarvillur í þessari grein sem mig langar bara að benda þér á, án þess að fara út í nein rifrildi.
1. Það er sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, en við eigum áfram auðlindina. Við munum fá allan kvótann sjálf og þurfum ekki að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi neitt ef við myndum ganga í ESB - og aðeins íslendingar munu fá að veiða hér. Þeir sem halda öðru fram hafa bara ekki kynnt sér aðildarsamninga annarra landa nógu vel, eða eru vísvitandi að reyna snúa útúr.
2. Öll ráðuneyti á íslandi - nema sjávarútvegs, landbúnaðar og utanríkis - vinna innan fullum lagaramma ESB, og ekki heyrum við þau kvarta mikið undan skriffinnsku? ESB er ekki meira bákn en það. Mörg ákvæði ESB sem við höfum þurft að samþykkja í gegnum EES hafa meira að segja einfaldað stjórnkerfið á íslandi.
3. Styrkir til landbúnaðar á Íslandi munu lækka fljótlega, þar sem alþjóðaviðskiptasamningar eru að þrýsta á minni styrki til að hleypa þróunarlöndunum að mörkuðunum og til að fara reka landbúnað sem alvöru iðnað, ekki sem aumingjabúskap. Innganga í ESB er því varnarskref fyrir íslenskan landbúnað, þar sem hagur bænda verður tryggður til framtíðar. Án þess að vera með í stórri heild er líklegra að það verði ekkert hægt að semja um hag bænda, og við munum þurfa að semja verndartolla og styrki frá okkur til að greiða fyrri útrás fjármálafyrirtækja og sjávarafurða inn á erlenda markaði.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.12.2006 kl. 21:40
Athugaðu að:
Við myndum kannski fá kvótan, en ESB mundi ákveða hver hann væri.
Og athugaðu að ESB er t.d. búið að lýsa því yfir, að það er alfarið á móti hvalveiðum að eilífu(ekki vegna þess að hvalir eru í útrýmingarhættu, nei, heldur út af því að hvalveiðar eru bara "nónó").
Íslenskur landbúnaður er mjóg ólíkur landbúnaði annarsstaðar í Evrópu og Íslenskur landbúnaður á líka bjartari frammtíð fyrir sér, þegar tekið er tillit til meingunar í Evrópu.
(Ég persónulega, trúi því að Íslenskar landbúnaðarvörur muni verða munaðarvara í náinni framtíð.)
Örn 28.12.2006 kl. 08:13
Þetta er ekki rétt Örn, við myndum pottþétt fá kvótann eins og öll önnur lönd fá kvótann í sínum staðbundnu stofnum. ESB úthlutar alltaf aðeins meira en hafrannsóknarstofnun hvers lands leggur til, alveg einsog sjávarútvegsráðherran hér, þannig að þar verður engin breyting á. Það er engin óvissa með þessi mál, andstæðingar ESB eru bara alltaf að reyna búa hana til.
Það getur vel verið að landbúnaður á íslandi eigi bjarta framtíð sem munaðarvara, en þá hjálpar bara til að fara í ESB og geta flutt þær tollalaust á þann markað sem við eigum 70% viðskipta okkar við. Þá getum við líka flutt inn ódýra matvöru í staðinn til að lækka verðlagið hérna.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.12.2006 kl. 09:08
"Þetta er ekki rétt Örn, við myndum pottþétt fá kvótann eins og öll önnur lönd fá kvótann í sínum staðbundnu stofnum" - Prófaðu nú að lesa það sem ég skrifaði.
"Það er engin óvissa með þessi mál" - Framganga ESB í hvalveiði-málunnum benda einmitt til þess að þarna sé ýmislegt sem við getum ekki þóst vera viss um.
Og athugaðu að græningjar(sem margir hverjir eru veruleikafirrtir) eru öflugir í evrópskum stjórnmálum
Örn 28.12.2006 kl. 11:03
Þakka undirtektir við greinina, ágætt að fá upp margar hliðar í umræðunni.
Mín grein byggir ekki á prósentum og markaðsfræði heldur á mannlegum þáttum sem erfitt er að líta framhjá bæði góðum og vondum en mælast illa á reikningstokk.
Niðurgreiðsla á landbúnaði er ekki einungis á Íslandi. Niðurgreiðsla á landbúnaði á sér að sumu leyti rætur til að vernda innlenda framleiðslu, að eiga til hnífs og skeiðar eins og það er kallað.
Við Íslendingar erum nógu vel stæð til að reka eigin landbúnað sem að mínu mati er trygging fyrir að standa sjálfstæð t.d. gagnvart ESB. og öðrum ríkjum.
Þjóð sem ekki viðheldur kunnáttu sinni til að geta brauðfætt sign er ekki vel stödd í samvinnu við aðrar þjóðir hversu vel sem hún háþróuð í vísindum og tækni.
Fátæk ríki eru ekki samkeppnisfær á svið landbúnaðar frekar en öðrum sviðum. Stuðningur til þeirra er fólgin í að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjáf, geta brauðfætt sig og menntað.Ekki er lengra síðan en á dögum nasista hændu þeir að sér áhrifamenn svo sem listamenn/skáld og aðra menntamenn frá öðrum þjóðum o.s. frv., málstaðnum til framdráttar til að stofna “þúsund ára ríkið,” - breyttist í hryllilega martröð sem ekki má sem gleyma-
Evrópusambandið byggir samvinnu sína á góðum markmiðum en getur tæplega verið trygging fyrir “ framtíðarsæluríki” frekar en umrætt “þúsund ára ríki” átti að vera
-Mannlegur breyskleiki svo sem eins og græðgi og grimmd skekkir enn sem fyrr góð falleg og vel meint markmið og útreikninga-
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.12.2006 kl. 16:33
Örn: Sósialista blandaðir græningjar eru með 20% fylgi á Íslandi, stærri en í flestum evrópulöndunum. Og ég las aftur það sem þú sagðir, og það stóð ennþá "Við myndum kannski fá kvótan" .. sem var það sem ég var að setja út á :) Hverjum er svo ekki sama um hvalveiðar? Ríkið þarf að borga með hvalveiðunum nú því þær borga sig ekki! Hér erum við að tala um alvöru hagsmunamál, ekki hvort það eigi að veiða tíu hvali á ári.
Við greinarhöfundur virðumst samt vera mestmegnis ósammála um landbúnað; ég tel að felist í orðinu 'samkeppnishæfur' þegar talað er um landbúnað, að við verðum að afnema verndartolla á erlendar landbúnaðarafurðir. Þá þarf íslenskur landbúnaður að fara standa sig í aljóðlegri samkeppni, og við neytendur getum farið að njóta góðs af því að halda úti landbúnaði á íslandi, í stað þess að kerfið haldi verndarhönd yfir smæstu býlin með miklum styrkjum á kostnað neytanda. Það styrkjakerfi sem Ísland er með í landbúnaði er helmingi hærra en það sem ESB er með og aðeins miðað að því að viðhalda núverandi ástandi. Því þarf að breyta, og ESB innganga myndi koma með góðar breytingar fyrir landbúnaðinn.
ESB byggir að miklu leiti á frjálsum viðskiptum og stórum sameiginlegum markaði. Til þess að ná þessu fram þarf einsleitni í lagaumhverfi, sem ríkin geta svo útfært eins og þau telja best. Þessvegna geta lönd innan sambandsins verið svona ólík, sem er einn helsti kostur ESB. Þessvegna er mikil skriffinska í þýskalandi en minni í öðrum ESB löndum, því þau ákveða sjálf hvernig þau vilja hafa þetta. Þessvegna er alveg óhætt að fullyrða að mannleg græðgi og grimmd munu ekkert hafa neikvæðari áhrif á lönd innan ESB en utan þess.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.12.2006 kl. 09:26
Það var frétt sem ég las ekki alls fyrir löngu. Hún var um leikskóla í Rygge í Noregi. Þar var verið að taka niður öll leiktæki sem höfðu verið reist og einungis sandkassinn fékk að standa eftir. Afhverju? Jú nýjar evrópureglur bönnuðu þessi leiktæki. Maður spyr sig hvað komi næst.
Þar sem Bandaríki Norður Ameríku nálgast nú óðfluga andstæðu sína, og virðist vera á hraðri leið að breytast í sósíalískt korporistaríki, sem er í rauninni alveg það sama og Sovétríkin voru, þó svo að okkur hafi verið talin trú um að þau hafi verið sosíalískt kommúnistaríki, þá held ég að við ættum aðeins að staldra við og velta því fyrir okkur hvort okkur sé það virkilega í hag að henda sjálfstæði okkar á haugana fyrir EES. Ég get ekki séð neinn grundvallarmun á því að vera undir Danska konungsveldinu, eða skrifræðinu í Brussel. Hvort sem er, þá verðum við bara eitthvað útkjálkasker sem mun ávallt mæta afgangi í öllum málaflokkum. Þeir sem halda að við munum hafa eitthvað að segja í svona bákni ættu kannski að líta til Balkanlandana og þeirra stöðu innan Sovétríkjanna.
Nú mun ábyggilega einhver vilja verja Evrópusambandið, segja það fáránlegt að líkja því saman við Sovétríkin, Evrópusambandið hafi allt annann stjórnunarstrúktúr, sé ekki stofnað sem sósíalistaríki og þar fram eftir götunum. Ég man nú samt ekki betur en að eitt grundvallar atriði bandarísku stjórnarskránnar hafi verið að hver sá sem reyndi að afnema réttindi hennar væri föðurlandssvikari og réttdræpur. Hvað gerðu George Bush og meðreiðarsveinar hans þegar þeir keyrðu "The Patriot Act" í gegn sem lög? Jú þeir gerðu sig í rauninni réttdræpa gagnvart stjórnarskrá síns eigin lands. Í svona báknum munu ávallt komast til valda menn sem vilja allt annað en það sem lagt var upp með í byrjun.
Það sem ég er að segja er það að þó að upp sé lagt með góðar og gildar ástæður sem og góðar ætlanir, þá getum við ekki falið öðrum okkar eigin örlög. Við ein getum passað okkar eigin hagsmuni. Við ein getum passað okkar eigið sjálfstæði, það mun enginn í Brussel gera það fyrir okkur. Skrifræðið í Brussel er nú þegar búið að sýna það að það er þeirra vilji að ná öllum völdum til sín frá þjóðþingum. Það mun gerast hægt, en örugglega.
Fyrir þá sem vilja að við hættum öllum landbúnaði, sem og þeim iðnaði sem ekki getur borið sig gagnvart kínverskum og indverskum þrælkunarstöðvum, hef ég aðeins eitt að segja. Með hvaða peningum ætlið þið að kaupa fína draslið þegar þið verðið orðin atvinnulaus? Við getum ekki öll unnið við að umsýsla peningum og hlutabréfum hjá Kaupþingi og Glitni
Heimir 30.12.2006 kl. 10:52