28.12.2006 | 17:38
Spilakassar um allan bæ/landið ekki vænlegur kostur.
Norðmenn eiga nýlegar rannsóknir um fjárhættuspil, sem geta verið vegvísir fyrir okkur hér á landi.
Þegar áróður fyrir frelsi í peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin peningaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi.
Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og verslunamiðstöðvum, sem hafa þróast í lítil spilavíti. Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Noregi um 4600 prósent, umfangið varð 47-falt.
Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu.
Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hringingu úr farsíma fyrir kr.20n. kemur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr.4000n.,ca.45 þús.kr.ísl pr.klst.Enginn lokunartími netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með góða handrukkara." Umfang spilakassa í Noregi er 38% af peningaspili. Þar af hafa 85% orðið spilafíklar. Hestaveðhlaup,Oddesen og fotbaltipping eru 21% af peningaspili. Þar af hafa 45% orðið spilafíkn að bráð.
Í USA virðist frelsi í spilaiðnaðinum fara dvínandi. Aðal lögmaður þeirra hefur gefið út aðvaranir. Annars muni yfirvöld banna spilabransann. Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki spilakassa og áfengi í verslunarmiðstöðvum og sjoppum.
Fjáhættuspil þrífst á mannlegum veikleika, tekur oftast meira frá þeim fátæku, hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar spilafíkla og fjölskyldna þeirra.
Vegna þagnargildis er ekki er sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfsmorðum spilafíkla.
Ekki gott að lenda í svipuðum aðstæðum og norðmenn með spilakassana. Góðra gjalda vert að háskólinn afli sér tekna. Spilakassar um allan bæ/landið eru ekki vænlegur kostur fyrir samfélagið. Háskólinn hefur nú þegar nægilegar tekjur af happdrætti.
- Hér er vandratað meðalhófið -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2006 kl. 15:25 | Facebook