29.12.2006 | 07:43
Íþróttamaður ársins 2006
Undirrituð horfði með mikilli athygli á þáttinn, íþróttamann ársins í gærkvöldi. Myndbandið sem kynnti tíu efsta afreksfólkið sýndi afrekin í hnotskurn á skemmtilega hátt. Taldi þá að Sif Pálsdóttir, fimleikakona yrði fyrir valinu.
Fannst það mesta afrekið en hafði bara þessa viðmiðun frá áðurnefndu myndbandi af afreksfólkinu.
Veit ekki eftir hvaða reglum íþróttfréttaritarar fara. Guðjón Valur er frábær og óskar undirrituð honun til hamingju með titilinn. Samt fannst undirritaðri þetta afrek Sifjar vera afrekið á árinu samkæmt sinni upplifun.
Sif var ekki einu sinni ein af þremur efstu.
"Pældu í því" eins og unga fólkið segir stundum."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2006 kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
lýðræðisleg kosning af fólki sem vinnur við að fjalla um þessi mál. Treysti þeim alfarið til að velja íþróttamann ársins. Guðjón Valur að mínu átti þetta mest skilið af öllum sem tilnefndir voru enda spilar hann í allra sterkustu deild heims. Að vera valinn leikmaður ársins þar af leikmönnum og þjálfurum segir allt sem segja þarf.
Svavar Friðriksson 29.12.2006 kl. 09:25
RUV, heyrði þá skoðun í morgunþættinum, "svo mun heimsmeistaramótið hvíla á herðum Guðjóns Vals í vetur," skrýtin skýring með fréttinnni.
Guðjón Valur gerur nú beðið þangað til næsta ár með hugsanleg afrek þótt ég efist ekki um þau.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 29.12.2006 kl. 11:23
Það er staðreynd að íþróttafréttamenn sem kjósa íþróttamann ársins eru fyriverandi boltaíþróttamenn og munu alltaf vera hliðhollari boltaíþróttafólki. Ég get nefnt þér enn betra dæmi en með Sif sem er reyndar frábær íþróttakona og á allt gott skilið. Auðunn Jónsson kraftlyftingarmaður vann núna nýverið Heimsmeistaratitil í Kraftlyftingum. Er hægt að vinna hærri titil. Hvað þurfa íþróttamenn í einstaklingsíþróttagreinum að gera til þess að hljóta náð fyrir boltaíþóttafréttamönnunum???? Nú veit ég að Guðjón Valur er frábær íþróttamaður enda atvinnumaður í sinni grein og fær vel borgað fyrir. Síðan er fólk að basla hér heima í einstaklingsíþróttagreinum á eigin kostnað og nær svo langt að verða bestur(best) í heiminum í sinni grein það hlýtur að þurfa talsvert til með fullri virðingu fyrir atvinnumönnumum okkar.
Þorvaldur V. Þórsson 29.12.2006 kl. 13:55
Guðjón Valur á þessa viðurkenningu algjörlega skilið. Sem einstaklingur í sínu liði, Gummersbach, var hann öðrum fremur valinn leikmaður ársins í þýsku deildinni, þeirri sterkustu í heiminum, auk þess að verða markahæðsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur farið fyrir landsliði Íslands í handbolta undanfarinn misseri og var lykilmaður í sumar þegar að sænska grýlan var kveðin í kútinn á 17. júní. Hann hefur staðið sig frábærlega á þessu ári, um það verður ekki deilt.
Íþróttafréttaritarar velja íþróttamann ársins og það er ekki rétt að það sé boltaíþróttafólkið sem er alltaf valið. Örn Arnarsson, Vala Flosadóttir, Magnús Scheving, Jón Arnar Magnússon, Sigurbjörn hestakall og Jón Páll fleiri einstaklingar hafa verið valin íþróttamenn ársins. Þau stunda ekki boltaíþróttir.
Mér finnst það hins vegar athyglisverðara hve lítinn hlut konur og fatlaðir hafa borið úr bítum í þessu vali.
Atli Rafnsson 29.12.2006 kl. 14:49
Mér fannst þetta nú allt saman eftir bókinni.Annars finnst mér nú að Auðunn Jónson Kraftlyftingakappi hefði átt að hreppa hnossið. Hann keppir í íþrótt sem krefst mikillar þrautseigju og þolinmæði og hann vann loks heimsmeistaratitil eftir að hafa unnið að því í 22 ár.
Geri aðrir betur.
Gúnther Loverider, 29.12.2006 kl. 14:59
Fin umræða, fellst á að Auðunn hefði átt að hljóta hnossið þegar betur er að gáð en samt Sif norðurlandameistsari í 2 sæti.
Er samt afskáplega hrifin af Guðjóni Val.
En boltaíþrótt fyrsta, annað og þriðja, allt atvinnumenn???
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 29.12.2006 kl. 17:43
Svo má bæta því við að íþróttafólk hérlendis er oft á tíðum að vinna sér inn norðurlandameistaratitla og gull á mörgum sterkum alþjóðlegum mótum. Má hér nefna iðkendur Taekwondo sem vinna norðurlandameistaratitla, meðal annars, á hverju ári og ná aldrei einu sinni topp 10.
Margrét Elín Arnarsdóttir, 30.12.2006 kl. 00:36
Ég tek minna og minna mark á þessari kosningu ár eftir ár. Sérstaklega missti ég álitið árið sem Kristín Rós vann öll verðlaunin á ólympíuleikunum án þess að verða íþróttamaður ársins. Það lítur alltaf út fyrir það að boltaíþróttum sé gert hærra undir höfði og að þeir sem æfa e-ð annað séu bara með upp á að þetta líti ekki illa út. Ég er alveg sátt við að Guðjón Valur skuli hafa unnið núna hann er búinn að standa sig vel og kemur alltaf mjög vel fyrir, Auðunn átti hins vegar að vinna og ég skil aldrei hvað það er sem hann Eiður er að gera sem er svona miklu merkilegra en heimsmeistara- og Norðurlandameistaratitlar.
Sigurbjörg 30.12.2006 kl. 14:17
Góður pistill hjá þér. Það er eins og peningasjónarmiðið sé að yfirtaka hinn sanna íþróttaanda að keppa vegna áhuga og dugnaðar til að ná árangri óháð peningasjónarmiði. Það er gott og blessað að styrkja efnilegt íþrótta fólk sem sýnir árangur og dugnað. Fótboltinn er orðinn þess eðlis að draumurinn um vellaunaðann íþróttamann er efst á blaði strax frá unga aldri.
Þá er stvinnumennskan nr. eitt, tvö og þrjú, íþróttin sem slík ekki markmiðið.
Hef gaman af góðum fótbolta en ef að á að kjósa íþróttamann ársins þá verða frjálsar íþróttir/einstaklings íþrottir að skipa hærri sess alltaf þegar tilefni er til eins og núna.
Eins og ég hef sagt er Guðjón Valur skemmtilegur karakter í íþróttum og nýtur vinsælda fyrir prúðann handbolta jafnframt því að vera mikill snillingur.
Honum var enginn greiði gerður að fara að verlauna hann fyrir það sem hann mun gera á þessu ári eins og kom fram í fréttum ef satt er.
Íþróttamaður ársins er alltaf fyrirmynd og þess vegna er það ámælisvert að gera boltíþróttinni svona hátt undir höfði þegar aðrir afreksmenn sem voru til staðar voru svona óbeint hundsaðir.
Ég man vel eftir þegar Vilhjálmur Einarsson fékk titilinn fyrstur manna, það hafði mikil áhrif á frjálsar íþróttir í þá daga, sjálfmynd okkar unga fólksins þá stryktist til muna,væri þess virði að rannsaka það faglega.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.12.2006 kl. 14:59
Staðreyndin er sú að frjálsíþróttafólk hefur unnið þennan titil oftar en iðkendur helstu boltaíþrótta samanlagt. Ætli sundmenn eigi síðan ekki svipað marga sigra og knattspyrnan.
Ég hef lítið við niðurstöðuna að athuga nema að Auðunn hefði mátt vera mun ofar.
Gummi H 30.12.2006 kl. 17:10
Mér finnst þessi umræða eiga lítin rétt á sér, þetta er íþróttamaður ársinns valin af íþróttafréttamönnum. Þetta eru mennirnir sem vinna við að fylgjast með og segja okkur frá afrekum íþróttamannana. Það mun aldrei vera hægt að meta hvort afrek sifjar pálsdóttir sé meira eða minna en afrek auðuns, hvernig ætlið þið að meta það? Það stunda fleiri fimleika en kraflyftingar geri ég ráð fyrir, er þá erfiðara að ná lengra í fimleikum? Þetta er einfaldlega mat íþróttafréttamanna og þeir eru að verðlauna þann sem þeir meta að hafi afrekað hvað mest á árinu. Það eina sem ég sé jákvætt við þessa umræðu er nafn Kristínar Hákonardóttur sem átti svo sannarlega skilið að vinna íþróttamaður ársinns hér um árið en fékk ekki og ég varð fyrir smá vonbrigðum þar. Það sem ég hins vegar gerði var að átta mig á því að mitt mat var ekki endilega mat íþróttafréttamanna og því lítið við því hægt að gera
Kveðja
Gísli Ólafsson
Gísli Ólafsson 31.12.2006 kl. 02:09
Umræða rétt á sér svo framarlega hún sé ekki með persónuklegt skítkast sem hún er ekki.
Íþróttafréttarirarar velja þetta fólk, vandi fylgir vegsemd hverri, þeir bera þá siðferðilegu ábyrgð að þeir eru að hafa mikil áhrif á ungt fólk með vali sínu; hafa jafnvel stefnumarkandi áhrif á íþróttir í sterkum fjölmiðli.
Kristín Hákonardóttir var sterkt inn í myndinni á sínum tíma, það eru líka Sif og Oddur núna.
Boltaíþróttin með fyrsta, annan og þriðja mann er umdeilanlegt í ljósi umrædds afreksfólks.
Læt lokið minni umræðu og þakka fyrir málefnalega umræðu.
Gleðilegt ár.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 31.12.2006 kl. 08:45