29.9.2009 | 18:15
Davíð - tók afstöðu með þjóðinni
Þótt Davíð hafi átt þátt í einkavæðingu bankanna þá dettur engum í hug að hann hafi búist við þeirri græðgi og spillingu er í raun varð markmið bankanna og eigenda þeirra.
Það var rétt ákvörðun þáverandi seðlabankastjóra að yfirtaka bankana frekar en að láta þá falla. Með því var þeim innstæðum er eigendur höfðu ekki hrifsað til sín bjargað. Neyðarlögin tryggðu síðan framangreindar innistæður að fullu. Enginn skárri kostur var í stöðunni - að tryggja það fjármagn sem eftir var til áframhaldandi starfsemi og sparnaðar; hlýtur að vera undirstaðan til að skapa innlend verðmæti þjóðfélagsins í framtíðinni.
Framangreind aðgerð var ekki að skapi útrásarvíkinga og braskara hérlendis og erlendis - Jón Ásgeir nefndi ''stærsta bankarán sögunna''- en hverju var stolið - áttu ekki innstæðueigendur þann sparnað vegna rádeildar sinnar? ''Þjóðin á ekki að greiða skuldir óreiðumanna''.
Eigendur bankanna eiga að standa skil á þeim lánum er þeir tóku - ef þeir geta það ekki þá eru vonandi dagar þeirra taldir sem ábyrgir bankaeigendur um alla framtíð.
Ekki undarlegt að Davíð veki athygli út fyrir landsteinana vegna þess að taka afstöðu með þjóðinni en ekki fjármagnsbröskurum - er höfðu eigin græðgi í fyrirrúmi en þeir sem áttu fjármagnið skiptu engu máli.
Ráðning Davíðs vekur athygli ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2009 kl. 16:23 | Facebook