Takk fyrir Stöð 2, - Björgvin, synfónían og söngfólk !

Frábærir tónleikar í kvöld hjá Stöð 2, fór saman  klassík hljómsveit, íslensk dægurlagamenning og léttir strengir  sem hæfa nýárskveldi. Það létti lundina og undirrituð tók aftur gleði sína eftir hræðilega skaupið hjá RUV í gærkveldi. Er samt mjög hlynnt ríkisútvarpinu og telur að það eigi tilverurétt innan þeirra marka að vera ekki hafið yfir gagrýni.Ríkisútvarpið hefur frá upphafi slegið á þjóðlegar nótur um áramót. Fyrrverandi útvarpsstjóri var t.d með  þjóðlegt prógramm bæði í fyrra og hittifyrra. Þar sem farið var út á landsbyggðina og listafólk þaðan kom fram í sinni heimabyggð. Hefði mátt halda áfram á þeim nótum. Alltaf hefur útvarpsstjóri haldið ávarp um áramót, nokkur vel valin orð sem falla að áramótum. Nú bregður svo við að ríkisútvarpið hendir fyrir borð öllum hefðum, aðeins lítilfjörleg kveðja frá útvarpsstjóra þar sem hann þakkar fólki fyrir vinsældir samkvæmt skoðanakönnun. Ekki fylgdi sögunni hvers konar skoðanakönnun. Voru allir aldurshópar  spurðir,  hvað tóku margir þátt, voru margir sem ekki vildu svara?Með allri virðingu fyrir Frostrósum þá hefði þeir tónleikar átt betur heima í annan tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Fyrst af öllu vil ég óska þér gleðilegs nýs árs.  Ég er svo feginn að útvarpsstjóri sé hættur með "áramótaávarpið" þessi hefð var löngu orðin útdauð, að mínu áliti.  Mér þótti reyndar þátturinn í fyrra þar sem farið var um landið skemmtilegri eða öllu heldur meira viðeigandi á þessum tímapunkti en frostrósirnar.  En svona til þess að bæta aðeins inn í umræðuna, þá þarf að taka stórkostlega til í málefnum skaupsins, ég held svei mér þá að ég hafi bara ALDREI á ævinni séð jafn léilegt skaup áður.

Óttarr Makuch, 1.1.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Við eru sennilega sitt hvor kynslóðin en gott innlegg í umræðuna, myndum líklega komast að niðurstöðu sem margir gætu sætt sig við.

Gleðilegt ár.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.1.2007 kl. 23:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband