1.1.2007 | 23:42
Landsbjörg - meiri hugsjónir og eldmóður -
Fram hefur komið gagnrýni bæði hér í blogginu og fjölmiðlum að flugeldsala eigi að vera eingöngu á vegum Landsbjargar vegna þess hún sé hjálparsamtök. Undirrituð þekkti vel starfsemi Slysavarnafélags Íslands (sáluga) á dögum Hannesar Hafstein þáverandi framkvæmdastjóra. Hann ferðaðist óþreytandi um landið af eldmóði til eflingar og fræðslu slysavaranafélaginu. Var svo lánsöm að sitja hjá honum námskeið um meðferð brunasára og bjargaði það syni hennar frá því að hljóta varanlegana skaða af bruna.
Ekki skal dregið úr fjárþörf eða eigingjörnu starfi í þágu björgunarstarfa. Þó er ekki ástæði til að Landsbjörg fengi einkarétt á flugeldasölu. Að flugeldasalan verði fastar tekjur fyrir hana.Meðan Landsbjörg byggir starfsemina á frjálsu framlagi frá einstaklingum og fyrirtækjum geta hún ekki krafist einkaréttar á flugeldasölu frekar en annarri sölu. Það er á skjön við hugsjónina og getur dregið almennt úr framtaki og áhuga til að gefa og vinna fyrir Landsbjörgu eins og til var stofnað í upphafi.Nú er öldin önnur í slysavörnum, félagið komið með nýtt nafn, nýtt merki; ekkert mátti standa eftir um það sem eldri kynslóðir höfðu skapað og lagt í sölurnar. Veit að mörgum sárnaði umrædd rótarslit, sem voru óþörf að mati undirritaðrar þótt sameining væri af hinu góða. Hugsjónir og eldmóður eiga nú sem fyrr að vera drifkraftur í björgunarstarfsemi og fjáröflun Landsbjargar. Að mati undirritaðar hefur núverandi stjórn Landsbjargar fjarlægst of mikið þessi markmið.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2007 kl. 15:04 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil benda á villu í textanum hjá þér "Ekki skal dregið úr fjárþörf eða eigingjörnu starfi í þágu björgunarstarfa." og vona ég það þetta sé villa
Ég tek það fram að ég er í Björgunarsveit. Mér ofbýður að sumir seljendur flugelda, í eigin gróðrastarfsemi, skuli hafa verslun sína hliðina á björgunarsveitum og hafa einnig svipaðar auglýsingarmerkingar eins og Björgunarsveitirna, hafa því margir ruglað því saman og talið sig hafa styrkt gott málefni en höfðu látið peninga í menn sem hugsa aðeins um að græða sem mest.
Mér þykir það miður að þér að þér finnist að drifkraftur Landsbjargar hafa minnkað en ég vil meina að drifkrafturinn hafi aldrei verið meiri en nú, tökum til viðmiðunar að aldrei hafi verið fleiri útköll ogaldrei fleiri félagar í Landsbjörgu
Guðmundur Karl Magnússon 2.1.2007 kl. 01:31
ég er sammála því að þessir einkaðilar eru ekki að brjóta lög með að selja flugleda....en hvernig þeir fara flestir að því er mjög áhugavert. Leigja hús sem einu sinni voru seldir björgunarsveitarflugeldar, vera í eins fötum við að selja, villa á fólki með merkingum og fleiru sem mér finnst mjög miður viðskiptahættir. Fólk á að vita við hvern það er að versla....ekki halda að það sé að styrkja björgunarsveitirnar en vera að versla við Jón Jónsson. Það er það sem mér finnst miður við þessa samkeppni.
Petra Ólafsd 2.1.2007 kl. 08:43
Þú eins og svo margir aðrir sem tjáð hafa sig um þessi mál virðist ekki allveg vera að skilja út á hvað umræðan gengur. Í texta þínu stendur meðal annars: "Meðan Landsbjörg byggir starfsemina á frjálsu framlagi frá einstaklingum og fyrirtækjum geta hún ekki krafist einkaréttar á flugeldasölu frekar en annarri sölu."
Hvergi í umræðu talsmanna Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefur það komið fram að samtökin fari fram á að þau fái einkarétt á sölu flugelda, heldur þvert á móti og vill ég benda þér á að horfa á viðtal úr kastljósi sjónvarps frá 28. des. 2006 við þá Jón Gunnarsson framkvæmdarstjóra SL og Örn Árnason því til staðfestingar.
Höfum staðreindirnar á hreinu áður en við förum að gangrína á opinberum vettfangi.
Undirritaður er björgunarsveitamaður.
J. Bæring Pálmason 3.1.2007 kl. 08:25
Mig langar að benda á að Landsbjörg hefur ekki farið fram á einkaleyfi á flugeldasölu hér á landi. Eingöngu óskað eftir því að fólk hafi það í huga þegar það kaupir flugelda af hverjum það er að versla. Sjálfur tel ég að halda ætti einkaaðilum frá þessum markaði til að skaða ekki helstu tekjulind þessa mikilvæga félags. Dæmi eru nú þegar um slíkt fyrirkomulag með spilakössum Rauða krossins og happdrætti háskólans, þær stofnanir slá samt ekki hendinni á móti frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Ég sé ekki á hvaða hátt það myndi vinna á móti hugsjón þess fólks sem gefur vinnu sína að björgunarsveitir landsins hefðu einkarétt á flugeldasölu, tel að það myndi þvert á móti styrkja sveitirnar að tryggja þeim fé til að starfa.
Þú talar um Landsbjörgu eins og það sé SVFÍ (Slysavarnafélag Íslands) með nýtt nafn og logo, það er ekki rétt. Landsbjörg er sameiningarheiti SVFÍ, landssambands hjálparsveita skáta og landsambands flugbjörgunarsveita. Þessum félögum er miklu betur borgið með því að standa sameinuð. Ég veit ekki um hvað þú ert að vísa í þegar þú segir "...ekkert mátti standa eftir um það sem eldri kynslóðir höfðu skapað og lagt í sölurnar" og "...núverandi stjórn Landsbjargar fjarlægst of mikið þessi markmið". Mér finnst bloggið ekki standa undir þessum titli "skoðun með sanngirni og rökum". Hvar er sanngirnin og rökin fyrir þessum fullyrðingum.
Jóhann Vignir Gunnarsson 3.1.2007 kl. 08:32
Tala sem m.a. fyrrverandi félagsmaður slysavarnaféagsins, sem styrktaraðili, sem ein af mörgum sem var þurrkurð úr sem meðlimur með nýja félaginu, sem velunnari þeirrar hugsunar sem hjálpastarfsemi og líknarfélög standa fyrir.
Landsbjörg verður að þola gagnrýni og er ekki yfir hana hafin.
Það var mjör ósmekklegt af framkvæmdastjóra ( og fleirum)samtakanna að koma fram í fjölmiðlum vegna annarra flugeldasala, þeir hefðu frekar átt að þakka fyrir þann mikla stuðning almmennings sem þeir hafa en virðast ekki leggja mikið upp úr þeim stuðningi.
Líklega hafa þeir 90 - 100 % af sölunni.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.1.2007 kl. 10:45
Eikaaðilar eru að troða sér inn í þessa tekjulind einungis til að græða sjálfir og hlaða undir eigið rassgat. Björgunarsveitarfólk er ekki að því og leggur til ómælda vinnu við björgunar og hjálparstörf og er það algjörlega fyrir utan alla aðra sjálfbðavinnu og þjálfun og aeup á persónulegum búnaði, skjólfatnað og þess háttar. Gerir bara ekkert til að þessi samtök sitji ein að þessari fjáröflun, enda tilbúin hvenær sem er að fara öðrum til hjálpar, rífa sig upp úr rúmum um miðjar nætur og hlaupa frá matborðinu þegar kallið kemur. Ekki hanga í fortíðinni og fara að reyna að gera einhverja pólitík úr þessu, núverandi björgunarsveitarmeðlimir er ábyggilega þeir síðustu sem vanþakka þeiá sem á undan gengu, vörðuðu þennan veg og stofnuðu þessi frábæru félög og samtök, en mér er til efs að Jón gróðapungur hugsi nokkurntímann út í hvar þetta allt byrjaði eða hverjir sinna þessum störfum og reiknar bara með að verða komið til hjálpar ef hann á eftir að þurfa hjálp og honum verður meira að segja að ósk sinni, sér að kostnaðarlausu.
Valborg 3.1.2007 kl. 17:38
Hér er ekki um neina pólitík að ræða frá minni hálfu einungis að halda sig við markmiðin. (Ef til vill var það pólitík þegar ég og mínir líkar voru þurrkuð út þegar Landsbjörg var stofnuð, fólk sem lagði fram fjármuni sína með glöðu geði til styrktar?)
Landsbjörg hefði ekkert sett ofan þótt hún hefði virt uppbyggingu slysvaranfélagsins þegar sameiningin varð. Hvað varðar nútíðinna verður Landsbjörg að þola það " mótlæti"að aðrir séu til staðar á markaðnum jafnvel einkaaðilar.
Vonandi kemur "smá yfirlýsing frá stjórn félagsins með þakklæti fyrir stuðninginn" til landsmanna ef það skiptir máli að sýna þeim, sem raunverulega halda uppi Lansbjörgu virðingu.
Læt hér með lokið þessari umræðu og vísa til ofangreinds pistils, sem getur verið vegvísir fyrir Landsbjörgu íframtíðinni.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.1.2007 kl. 19:13